Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Mættir voru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Orra Björnssyni og Sigrúnu Sverrisdóttir en í þeirra stað sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir og Árni Rúnar Þorvaldsson.
Auk þess sat Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs fundinn.
Tekið fyrir. Árný S. Steindórsdóttir starfandi sviðsstjóri, Jenný Gunnarsdóttir þróunarfulltrúi leikskóla og Ólafur H. Harðarson mannauðsráðsgjafi mæta til fundarins.
Bæjarráð samþykkir tillögu um styttingu vinnuviku í leikskólum Hafnarfjarðar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Mikilvægt er að útfærsla á styttingu vinnuvikunnar sé unnin í samráði starfsfólks og stjórnenda á hverri starfseiningu. Mikil óánægja er meðal ófaglærðs starfsfólks á leikskólum bæjarins með vinnubrögð Hafnarfjarðarbæjar og hefur samráðsleysi við þennan hóp valdið því að málið er komið í alvarlegan hnút. Einnig er fyrir hendi óvissa með stöðu annarra háskólamenntaðra starfsmanna leikskóla og óánægja með að þrengt sé að valfrelsi þess hóps um leið til styttingar vinnuvikunnar. Nauðsynlegt er að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og færa þær nær starfsaðstæðum grunnskólakennara en vinna verður að þeim breytingum í samráði við allt starfsfólk leikskóla og stuðla þannig að breiðri sátt um breytingarnar, leikskólastarfi til hella. Þessi vinnubrögð hafa kallað fram þessa óánægju, þegar stytting vinnuvikunnar ætti þvert á móti að auka starfsánægju. Það er á ábyrgð meirihlutans. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiða ekki atkvæði
Tekið fyrir. Arný S.Steindórsdóttir starfandi sviðsstjóri og Ólafur H.Harðarson mannauðsráðgjafi mæta til fundarins.
Valdimar Víðisson víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um styttingu vinnuviku stjórnenda í grunnskólum.
Tekið fyrir Árný S. Steinsdórsdóttir starfandi sviðsstjóri og Ólafur H. Harðarson mannauðsráðgjafi mæta til fundarins.
Bæjarráð samþykkir tillögur um styttingu vinnuviku á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs.
Lögð fram beiðni samtakanna Villikatta um úthlutun lóðar. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir frá Villiköttum mætir til fundarins.
Bæjarráð þakkar Arndísi B. Sigurgeirsdóttur fyrir góða kynningu.
Til umræðu.
Bæjarráð tekur undir bókun starfshópsins og felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Íslandsbanka vegna húsnæðis stjórnsýslunnar.
Til umræðu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Lögð fram beiðni um framlengingu á lóðarvilyrði.
Bæjarráð samþykkir að framlengja vilyrði fyrir lóðunum Dverghellu 1,2,3 og 4 og Jötnahellu 2 og 4 fyrir þá uppbyggingu sem fram kemur í umsókn. Skal vilyrðið gilda í 6 mánuði. Endanleg úthlutun lóða getur ekki farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu og að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Lagt fram erindi frá Fimleikafélaginu Björk dags. 30.nóvember sl. vegna húsnæðisvanda félagsins.
Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar bóka eftirfarandi:
Samfylkingin vekur athygli á því, að á bæjarstjórnarfundi 7.desember lagði flokkurinn til að lagt yrði fram viðbótarframlag til Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, vegna nýs húsnæðis en hefði það verið samþykkt hefði það leyst að góðum hluta erindi Fimleikafélagsins Bjarkar sem hér er á dagskrá, þar sem fyrrnefnda félagið leigir hjá hinu síðarnefnda. Sú tillaga var felld af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samfylkingin vill leysa húsnæðisvanda minni og stærri íþróttafélaga í bænum.
Fulltrúar meirihluta koma að svohljóðandi bókun:
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur átt gott samstarf við forsvarsmenn félaganna og er unnið að því þessa dagana að finna úrlausn á húsnæðismálum þeirra til framtíðar.
Guðmundur Sverrisson staðgengill sviðsstjóra fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagðan lánasamning og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi lántöku eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 950.000.000,-, með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og kaup á félagslegu húsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kt. 291165-3899, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Fyrir liggur að heimildir um kaup/byggingu félagslegra íbúða í Hafnarfirði eru langt í frá fullnýttar á yfirstandandi ári – aðeins 123 milljónir af 500 milljónir. Þetta sýnir enn og aftur fullkomið áhugaleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á því verkefni að bjóða þennan valkost í húsnæðismálum fyrir Hafnfirðinga. Áhugaleysi meirihlutans var svo staðfest við afgreiðslu fjárhagsáætlunar þegar heimildir til kaupa/bygginga félagslegra íbúða voru lækkaðar um helming eða í 250 milljónir. Þetta er gert þótt brýn þörf sé fyrirliggjandi eins og langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru til vitnis um.
Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 12.deember sl.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 7.desember sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 5.desember sl.