Bæjarráð

9. febrúar 2023 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3621

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi

Auk framangreindra sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður og staðgengill sviðsstjóra stjórnsýslusviðs

Auk framangreindra sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2210368 – Golfklúbburinn Keilir, bygging áhaldahúss

      Lögð fram drög að samningi milli Golfklúbbsins Keilis og Hafnarfjarðarbæjar um byggingu og fjármögnun á véla- og áhaldageymslu.

      Bæjarráð samþykkir drög að samningi milli Golfklúbbins Keilis og Hafnarfjarðarbæjar um byggingu og fjármögnun á véla- og áhaldageymslu.

    • 2106463 – Austurgata 7, lóðarleigusamningur og önnur skjöl

      Lögð fram drög að lóðarleigusamningi.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.

    • 2302248 – Kvikmyndaver, kynning

      Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson kynntu verkefnið.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

    • 2302238 – Beiðni um vilyrði fyrir lóð

      Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóðum.

      Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðunum sem merktar eru: A-15, A-13, A-11, A-9, A-7, A-5, A-3, A-1, C-4, C-2, B-11, A-8, B-9, A-6, B-7, A-4, B-5, A-2, B-3, B-1, B-4 og B-2. Vilyrðið er veitt fyrir þá uppbyggingu sem fram kemur í umsókn. Skal vilyrðið gilda í 12 mánuði. Endanleg úthlutun lóða getur ekki farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu og að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

    • 2212007 – Unnarstígur 3, breyting á deiliskipulag

      Lögð fram umsókn um lóðarstækkun/deiliskipulagsbreytingu. Umsögn skipulags- og byggingarsviðs liggur fyrir.

      Vísað til nánari skoðunar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 2301766 – Flatarhraun 5a, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Lögð fram drög að lóðarleigusamningi

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.

    • 2302194 – Baughamar 13, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn um lóðina Baughamar 13.

      Bæjarráð samþykkir að endurúthluta lóðinni að Baughömrum 13 til Baughamars ehf. og gert verði samkomulag um úthlutunina. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2210374 – Veraldarvinir, samstarf við Hafnarfjarðarbær

      10.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.janúar sl.
      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Veraldarvini um uppbyggingu og notkun „Ráðsmannshússins“ í Krýsuvík.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Veraldarvini um uppbyggingu og notkun Ráðsmannshússins í Krýsuvík. Bæjarráð óskar jafntframt eftir því að fá samninginn til umfjöllunar og afgreiðslu.

    • 2301902 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXXVIII. landsþing 2023

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXVIII. landsþings sambandsins föstudaginn 31.mars nk.

    • 2302193 – Bæjar- og tónlistarhátíð, Hjarta Hafnarfjarðar 2023.

      Lagt fram erindi frá rekstraraðila Bæjarbíós vegna „Í hjarta Hafnarfjarðar“.

      Bæjarráð heimilar að bæjar- og tónlistarhátíðin ,,Í hjarta Hafnarfjarðar“ verði frá 29.06.2023 ? 06.08.2023. Bæjarráð samþykkir einnig að bæjar- og tónlistarhátíðin ,,Í hjarta Hafnarfjarðar“ nýti útisvæði á torgi og hluta bílastæða aftan við bæjarbíó frá 19.06. ? 09.08.2023.

    • 2302164 – Húsnæðissáttmáli Hafnarfjarðarbæjar, innviðaráðherra og Húsnæðis og mannvirkjastofnunar

      Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá Samfylkingunni:

      Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um gerð húsnæðissáttmála var felld af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á bæjarstjórnarfundi 1.febrúar með vísan til þess að viðræður um þau efnum væru komnar vel á veg á vegum bæjarstjóra. Í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á fundinum var óskað frekari upplýsinga um þessar viðræður.
      Því er spurt: Hvenær hófust þessar viðræður við ráðuneytið og Mannvirkjastofnun og hverjir hafa tekið þátt í þeim? Hversu margir fundir hafa verið haldnir um málið og hvenær fóru þeir fram? Hver eru samningsmarkmið Hafnarfjarðarbæjar í þessum viðræðum? Er þar miðað við að 5% íbúa verði félagslegar íbúðir í eigu bæjarins og að 30% íbúða verði reistar með óhagnaðardrifin sjónarmið að leiðarljósi með stofnframlögum frá ríki og bæ? Hvers vegna voru kjörnir fulltrúar ekki upplýstir um þessar viðræður? Óskað er eftir skriflegum svörum við þessum spurningum og einnig að lögð verði fram nauðsynleg fyrirliggjandi vinnugögn í málinu.

      Fulltrúar Samfylkingar koma að svohljóðandi bókun:

      Í fyrirliggjandi svörum um gerð rammasamkomulags milli Hafnarfjarðarbæjar, innviðaráðuneytis og Mannvirkjastofnun kemur fram að eini eiginlegi vinnufundurinn sem haldinn hefur verið um málið, fer fram daginn fyrir bæjarstjórnarfund, 1.febrúar síðastliðinn, þar sem þá þegar lág fyrir tillaga Samfylkingarinnar um sama mál og hafði verið kynnt. Þetta staðfestir að lítil sem engin vinna hefur verið innt af hendi um málið og fór í raun ekki af stað fyrr en tillaga Samfylkingarinnar lág fyrir. Og því enn illskiljanlegra að meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi fellt tillögu jafnaðarmanna um sama mál. Ennfremur sýnir þetta berlega, að meirihlutinn gat ekki hugsað sér að samþykkja tillögu, bara af því að hún kemur frá jafnaðarmönnum. Samfylkingin krefst þess að fá virka aðkomu að næstu skrefum í málinu, enda um gífurlegt hagsmunamál að ræða fyrir Hafnfirðinga, einkum hvað varðar áherslu á óhagnaðardrifna uppbyggingu og byggingu félagslegra íbúða. Þættir í húsnæðisuppbyggingu sem hafa setið á hakanum hjá meirihlutaflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

    • 2302166 – Álagning fasteignagjalda, hækkun

      Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá Samfylkingunni:

      Fyrir liggur álagning fasteignagjalda vegna ársins 2023.

      Spurt er: 1. Hver er heildarálagning fasteignagjalda? Er hún í samræmi við áætlanir í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar vegna ársins 2023. 2. Hverjar eru krónutölu – og prósentuhækkanir milli áranna 2022 og 2023 í heild og einnig sundurliðaðar miðað við a)fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði, b)lóðarleigu,c)Fráveitugjald, D)Vatnsgjald,E)Sorpgjald. Upplýsingarnar verði sundurliðaðar á íbúðahúsnæði og atvinnuhúsnæði.

    • 2301428 – Mengunarslys

      Lögð fram fyrirspurn frá Samfylkingunni.

      Hver er eftirfylgja bæjarins varðandi mengunarslys/olíuleka hjá Costco í Garðabæ í desember s.l. og fór um lagnakerfi Hafnarfjarðarbæjar? Hafa verið könnuð áhrif lekans á hugsanlega mengun sjávar utan Hafnarfjarðar? Hvenær er áætlað að ljúka samstarfi við Garðabæ um viðtöku frárennslis frá Urriðaholti í Garðabæ í lagnakerfi Hafnarfjarðarbæjar?
      Hvað greiðir Garðabær Hafnarfirði fyrir þessa þjónustu? Skriflegra svara er óskað.

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar þakka fyrir svörin. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu og enn er beðið upplýsinga um hversu mikið magn olíu fór um lagnakerfi bæjarins. Áhyggjur eru af því að um mikið magn geti verið að ræða.

    Umsóknir

    Fundargerðir

Ábendingagátt