Bæjarráð

23. febrúar 2023 kl. 10:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3622

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ása Bergsdóttir Sandholt Lögmaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Þar sem komið hefur í ljós að markmið meirihlutans um lækkun fasteignagjalda skilaði sér ekki að fullu til íbúðaeigenda vegna mistaka við útreikning álagningar, er lagt til að gjöldin verði nú leiðrétt sem því nemur. Tillagan felur í sér að álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði fer úr 0,246% í 0,223%.

      Samfykingin leggur fram eftirfarandi bókun:
      Í ljós hefur komið að skattahækkun meirihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fasteignaskatta var enn meiri en þeir gerðu ráð fyrir. Fulltrúar jafnaðarmanna vöruðu við þessari vegferð og lögðu til að íbúar Hafnarfjarðar yrðu varðir gegn fasteignabólu sem orsakaði stórhækkun fasteignamats. Þetta hlustuðu meirihlutaflokkarnir ekki á og héldu sínu striki. Nú leiðrétta þeir að hluta þessa skattahækkun, en betur má ef duga skal. Samfylkingin styður þessa lækkun, enda skref í rétta átt.

      Samþykkt samhljóða og lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

    • 2302533 – Kaplakriki, fasteignir, eignarhald

      Lagt fram erindi frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, viðræður um eignarhald fasteigna.
      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

    • 1903321 – Geymslusvæðið Reykjanesbraut, takmörkuð útgáfa lóðarleigusamninga, samkomulag

      Ósk um viðræður.
      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Lagt fram og sviðstjóra falið að útbúa minnisblað um málið.

    • 1604079 – Húsnæðisáætlun

      Lagt fram. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Lagt fram og vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 2210374 – Veraldarvinir, samstarf við Hafnarfjarðarbær

      Lögð fram drög að samningi.
      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að klára málið.

    • 2204035 – Strandgata 41, fráveita, erindi

      Lagt fram bréf frá lögmönnum Thorsplani.
      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Lagt fram og óskað eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni.

    • 2301428 – Mengunarslys

      Tekið fyrir.
      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins og leggur fram minnisblað.

      Samfylkingin leggur fram eftirfarandi bókun:
      Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar þakka umbeðnar upplýsingar, sem leiða í ljós að um gríðarlegt magn olíu , meira en 110 þúsund lítrar, hafa lekið um gagnakerfi Hafnarfjarðarbæjar frá bensínstöð Costco í Garðabæ. Mikil mildi er að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til varanlegs heilsutjón fyrir þá Hafnfirðinga, sem urðu varir við mengunina og tilkynntu hana á sínum tíma. Olían lak um fleiri vikna skeið um lagnakerfið. Eins er fagnaðarefni að þetta mengunarslys hafi ekki leitt til umtalsverðrar mengunar í sjó og fjörum í Hafnarfirði. Kunnugir telja að ef um bensín hefði verið að ræða, en ekki olíu, hefði getað farið mun ver. Þetta slys kallar á enn frekara eftirlit í þessum efnum. Eins er ljóst að uppsögn á samningi við Garðabæ vegna móttöku frárennslis frá þúsundum íbúabyggð í Urriðaholti og viðamiklu atvinnusvæði, þarf að fylgja fast eftir og þeirri móttöku lokað eins fljótt og kostur er. Í þriðja lagi þarf að hækka umtalsvert gjald frá Garðabæ vegna þessara þjónustu, sem er aðeins 12 milljónir árlega skv. fyrirliggjandi samningi.

    • 2302582 – Tjarnarvellir, bílastæði, leiga

      Lagt fram erindi frá Icelandair varðandi leigu á bílastæðum við Tjarnarvellli.
      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir erindið til eins árs.

    • 2302166 – Álagning fasteignagjalda, hækkun

      Lögð fram svör við fyrirspurn Samfylkingar.
      Samfylkinging leggur fram eftirfarandi bókun:
      Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka svörin. Þau leiða í ljós, það sem fulltrúar jafnaðarmanna höfðu áhyggjur af og kallaði á þessar fyrirspurnir flokksins: Álagning fasteignaskatts og fasteignagjalda reyndist mun meiri en ætlaði var, enda hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar orðið nauðbeygður að leiðrétta fyrri álagningu og lækka álögur á bæjarbúa.

    • 2302463 – Lánasjóður sveitarfélaga, stjórn, framboð

      Lagt fram bréf frá lánasjóði sveitarfélaga. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

      Lagt fram.

    • 2206137 – Ásland 4, úthlutun

      Teknar fyrir umsóknir um einbýlishúsalóðir.

      Búið er að yfirfara allar umsóknir um einbýlishúsalóðir. Dregið var um lóðir á aukafundi bæjarráðs 22.11.2022. Umsækjendur völdu sér svo lóðum sem var skilað á valfundi sem haldinn var þriðjudaginn 07.02.2023. Umsækjendur völdu í þeirri röð sem þeir voru dregnir.
      Bæjarráð staðfestir umsækjendur um einbýlishúsalóðir og samþykkir að auglýsa lausar lóðir sem eftir eru og vísar þessu til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Lögð fram drög að samningi við Markaðsstofu Hafnarfjarðar.
      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir samninginn.

    • 22111328 – Félag eldri borgara í Hafnarfirði, starfsmannamál

      Tekið fyrir.
      Samfylkingin óskar eftir upplýsingum um stöðu viðræðna í málinu.
      Umræður.

    • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

      Tekið fyrir. Samfylkinging óskar eftir umræðum um stöðu mála á undirbúningi á flutningi Tækniskólans til Hafnarfjarðar.

      Samfylkingin leggur fram eftirfarandi bókun:
      Bæjarráðsmenn Samfylkingar óskuðu upplýsinga um stöðu Tækniskólamálsins, þ.e. ætlaðs flutnings Tækniskólans til Hafnarfjarðar, þar sem nýbygging skal rísa á hafnarsvæðinu. Jafnaðarmenn hafa fylgt þessu máli fast eftir í bæjarstjórn, enda um spennandi verkefni að ræða, en afar umfangsmikið og sumpart flókið í framkvæmd. Eins gæti þessi flutningur kallað á milljarða útgjöld úr bæjarsjóði. Fátt hefur orðið um svör frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar spurt hefur verið um gang viðræðna og undirbúnings á heimavígstöðvum – hjá Hafnarfjarðarbæ. Sérstök nefnd ráðherra var skipuð um málið og var áformað að hún skilaði niðurstöðum 1 nóvember síðastliðinn. Tillaga Samfylkingarinnar um sérstakan starfshóp um málið var felld í bæjarstjórn vegna þess að nefndin átti að skila niðurstöðum þá örfáum dögum síðar. Nú, fjórum mánuðum síðar liggja niðurstöður ekki enn fyrir. Það er áhyggjuefni og teljum við ástæða fyrir meirihlutann að taka tillögu Samfylkingar sem lögð var fram í bæjarstjórn 12. Október síðastliðinn til endurskoðunar og stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna að því að bygging skólans geti orðið að veruleika.
      Hvað orsakar þessa töf á framgangi máls? Viljaleysi meirihlutans í Hafnarfirði, lítill stuðningur frá ríkisvaldi eða hvað?
      Málefni tækniskólans eru brýn, mikil þörf er á bættri aðstöðu skólans þannig að hægt sé að auka framboð til iðnmenntunar á Íslandi og málið má ekki við töfum og seinagangi.

      Bæjarstjóri óskar eftir að bóka eftirfarandi:
      Eins og fram hefur komið á fundinum er undirbúningsvinna málsins í eðlilegum farvegi og tillagna starfshóps er að vænta í næsta mánuði.

    • 2005180 – Samgöngusáttmáli

      Til umræðu.
      Samfylkingin óskar eftir.
      Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðis. Staða og horfur. Umræður

    • 1708692 – Strætó bs, aukin þjónusta, næturakstur og fleira

      Samfylkingin óskar eftir umræðum um næturstrætó.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að ná samningi við Strætó um að hefja hið fyrsta næturstrætó milli höfuðborgarinnar og Hafnarfjarðar. Sú leið var mikið notuð og var í jafnvægi áður en starfsemin var lögð niður.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja til að afgreiðslu tillögunnar sé frestað til næsta fundar til þess að fá frekari upplýsingar fyrir næsta fund.
      Samþykkt að fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við þá tillögu.

    Fundargerðir

    • 2302005F – Hafnarstjórn - 1634

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 8.febr.sl.

    • 2302007F – Menningar- og ferðamálanefnd - 403

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.febrúar sl.

    • 2301151 – Stjórn SSH, fundargerðir 2023

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 6.febrúar sl.

Ábendingagátt