Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Þjónustukönnun. Kynning. Jóna Karen Sverrisdóttir hjá Gallup og Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Umræður.
Lagt fram erindi um stofnun Menningahúss í Hafnarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa áhugahóps um stofnun Menningarhúss í Hafnarfirði
Lagt fram erindi frá Kiwanisklúbbnum Hraunborg, kynning á fyrirhuguðu skákmóti grunnskóla.
Bæjarráð fagnar fyrirhuguðu skákmóti meðal nemenda í 5. ? 7. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar. Samþykkt að bærinn styðji við verkefnið eins og óskað er eftir í erindinu.
Endurnýjun samnings við Stangveiðifélag Hafnarfjarðar. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir að samningur við stangveiðifélag Hafnarfjarðar verði endurnýjaður. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi.
Endurnýjun lóðarleigusamnings. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðaleigusamning.
Lögð fram umsókn um lóðarstækkun. Umsögn skipulags- og byggingasviðs liggur fyrir. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Skipulags- og byggingarsviði falið að leita lausna með eigendum þannig húsið komist með góðu móti innan lóðarinnar eins og bent er á í umsögn.
Lögð fram umsókn um lóðarstækkun. Umsögn skipulags- og byggingarsviðs liggur fyrir. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir lóðarstækkun.
Til umræðu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Til umræðu.
1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 21.febrúar sl. Lagt fram nýstaðfest deiliskipulag fyrir lóðirnar Fornubúðir 14 og Fornubúðir 14A. Jafnframt lögð fram drög að lóðaleigusamningum fyrir lóðirnar Fornubúðir 14 og Fornubúðir 14A.
Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi lóðasamninga við Hafnarfjarðarhöfn kt. 590169-5529 fyrir lóðina Fornubúðir 14 og við Skeljung ehf. kt. 630921-2010 fyrir lóðina Fornubúðir 14A.
Bæjarráð samþykkir framlagaða lóðarleigusamninga.
Lögð fram beiðni um lóðarvilyrði.
Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðunum sem að Tunguhellu 15 og 17. Vilyrðið er veitt fyrir þá uppbyggingu sem fram kemur í umsókn. Endanleg úthlutun lóða getur ekki farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu og að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Til umræðu. Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun: Meirihluti bæjarráðs veit að næturstrætó er góð þjónusta en hún var lögð af í stjórn Strætó í fyrra vegna mikilla rekstrarörðugleika byggðasamlagsins Strætó, sem liður í hagræðingaraðgerðum. Þjónustan var tekin upp á sínum tíma meðal annars af tilstuðlan núverandi meirihlutaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Fullur hugur er á að skoða málið áfram með nágrannasveitarfélögunum og fá upplýsingar um reynsluna af næturstrætó hjá Reykjavíkurborg eftir að borgin tók aksturinn upp á nýjan leik. En þegar rekstur Strætó hefur verið eins þungur og raun ber vitni þarf að ígrunda vel ráðstöfun fjármuna og hvenær réttlætanlegt er að bæta við þjónustuna.
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Viðreisnar telur að fara eigi strax í þá vinnu að koma hér á næturstrætó. Þetta er mikið hagsmunamál ungs fólks. Kostnaður er áætlaður 12 til 15 milljónir á ári. Með því að fá Kópavog og Garðabæ með í verkefnið lækkar þessi upphæð verulega. Það að leggja 15 milljónir á ári í Áfangastofu Höfuðborgarinnar án kröfu um um sérstakan ávinning sýnir að til er fé. Fulltrúi Viðreisnar skorar á meirihlutann að koma á þessari mikilvægu þjónustu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun: Málið er tekið upp að frumkvæði fulltrúa Samfylkingarinnar. Enginn vilji virðist liggja fyrir hjá meirihlutanum, að taka af skarið og hefja akstur næturstrætó, sem myndi að líkindum kosta bæjarfélagið rúmar fimm milljónir króna nettó. Engin greiningarvinna hefur átt sér stað milli funda af hálfu meirihlutans. Áhuginn er enginn. Það eru vonbrigði. Hér er um að ræða þjónustu sem eykur öryggi og þjónustu, ekki síst gagnvart unga fólkinu í bænum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar setja málið á dagskrá og spyrja um mótvægisaðgerðir meirirhlutans vegna tekjuvöntunar á fjárhagsáætlun upp á tæpar 180 milljónir, sem leiddu af minni hækkun fasteignagjalda af völdum reikningsskekkju hjá bænum. Uplýst er að ennþá hefur engin vinna hafist við að grípa til mótvægisaðgerða af hálfu meirihlutans, þ.e. hvernig bregðast skuli við þessu „gati“ í fjárhagsáætlun bæjarins 2023.
Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun. Unnið er að málinu á fjármálasviði og verður útfærslan kynnt í næsta viðauka við fjárhagsáætlun, eins og greint hefur verið frá hér á þessum fundi. Fullyrðingar Samfylkingarinnar dæma sig sjálfar.
Lagt fram drög að erindisbréfi valnefndar.
Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 30.janúar sl.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 21.febrúar sl.
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 6.mars sl.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1.mars sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.febrúar sl.
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 3. og 20.febrúar sl.
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU b. frá 24.janúar og 14.febrúar sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24.febrúar sl.