Bæjarráð

23. mars 2023 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3624

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

      Tillögur verkefnastjórnar um framtíðarhúsnæði Tækniskólans. Ágúst B. Garðarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Jón B. Stefánsson mæta á fundinn

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Umræður.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
      Ánægjulegt er að tillögur verkefnastjórnar um framtíðarhúsnæði Tækniskólans séu komnar fram. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa um langan tíma ýtt á eftir málinu og óskað eftir upplýsingum um stöðu þess. Samfylkingin styður flutning Tækniskólans til Hafnarfjarðar heils hugar en mikilvægt er að málið fái ítarlega umfjöllun innan bæjarstjórnar og að vandað verði til verka við undirbúning verkefnisins.

    • 2303670 – Miðbær, bílastæði

      Til umræðu.

      Sviðsstjóra falið að vinna erindisbréf fyrir starfshóp sem skoðar bílastæðamál í miðbænum. Bæjarráð óskar eftir að það erindisbréf verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.

    • 0809072 – Hjallabraut 33, kosning í húsfélag

      Lagt fram minnisblað.

    • 2303691 – Kjörnir fulltrúar, bættar starfsaðstæður, hvatning

      Lagt fram bréf frá Innviðaráðuneytinu, hvatning vegna tillagna verkefnastjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

      Vísað til forsetanefndar til umræðu.

    • 1804381 – Barnavernd Hafnarfjarðar, beiðni um aukin stöðugildi

      2.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 21.mars sl.
      Sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs leggur fram viðauka.

      Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum í bæjarráð.

      Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar í næstu viðaukagerð fjárhagsáætlunar.

    • 2303676 – Drög að frumvarpi til laga um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, 64. mál árið 2023 til umsagnar

      Lagður fram tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu.Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kynntar í samráðsgátt

      Bæjarráð óskar eftir kynningu frá fulltrúum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á fyrirhuguðum breytingum á regluverki sjóðsins. Einnig er óskað eftir yfirliti og sundurliðun yfir þær greiðslur sem Hafnarfjarðarbær hefur fengið úr sjóðnum sl. 10 ár.

    • 2302587 – Hvaleyrarbraut 22, fyrirspurn um endurnýjun lóðarleigusamnings

      Fyrirspurn um framlengingu lóðarleigusamnings.

      Fyrir liggur að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 5. febrúar 2020 nýtt rammaskipulag fyrir stóran hluta hafnarsvæðisins þar sem m.a. annars er gert ráð fyrir umtalsverðri breytingu á landnotkun á svæðinu. Þá samþykkti bæjarstjórn þann 31. ágúst sl. breytt aðalskipulag á svæðinu sem tók svo gildi með birtingu í b-deild stjórnartíðinda þann 27. janúar sl. Gerir breytingin einnig ráð fyrir breyttri landnotkun. Í samræmi við framangreint vinnur sveitarfélagið að undirbúningi fyrir breytingar á deiliskipulagi svæðisins.
      Að virtu framangreindu er það afstaða sveitarfélagins að lóðarleigusamningar innan umrædds svæðis sem eru útrunnir verða ekki framlengdir, í það minnsta á meðan breytt deiliskipulag liggur ekki fyrir.

    • 2303058 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsáætlun 2023

      Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
      Enn og aftur eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að fá viðvörunarbréf frá stjórnvöldum þar sem gerð er athugasemd við lausatök þeirra við fjármálastjórn í bænum. Meirihlutinn fékk einnig viðvörunarbréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021 sem lagt var fram í bæjarráði þann 28. júlí sl. Þetta er áhyggjuefni fyrir bæjarbúa og nauðsynlegt að snúa við þessari óheillaþróun. Í þessu samhengi er minnt á hagræðingarkröfu upp á 500 milljónir í fjárhagsáætlun þessa árs. Enn bólar ekkert á tillögum á útfærslu þessarar hagræðingarkröfu fjárhagsáætlunar þegar tæpir þrír mánuðir eru liðnir af árinu.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur lagt mikla áherslu á að ná tökum á gríðarlega erfiðri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar eftir áralanga óstjórn Samfylkingarinnar í bænum. Bæjarfélagið var um árabil undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og þurfti í raun að bera allar fjárhagslegar ákvarðanir undir nefndina. Árið 2017 losnaði Hafnarfjarðarbær síðan undan því oki og skuldaviðmið og aðrir fjárhagslegir þættir hafa snarbreyst til betra horfs. Í ábendingum núna um smávægileg frávik frá viðmiðun um framlegð bendir eftirlitsnefndin á að árið 2026 þarf að uppfylla það skilyrði. Meirihlutinn stefnir ótrauður áfram að því að styrkja fjárhag sveitarfélagsins með ráðdeild og ábyrgð í rekstri.

    • 2303476 – Hryggjarás 11H, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn um lóð.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð nr. 11H við Hryggjarás til HS veitna. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2303475 – Stálhella 15H, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn um lóð.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð nr. 15H við Stálhellu til HS veitna. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2302646 – Dalshraun 2B, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn HS Veitna hf. um lóð að Dalshrauni 2B.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð nr. 2B við Dalshraun til HS veitna. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2302645 – Gjótuhraun 9h, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn HS Veitna hf. um lóð að Grjóthrauni 9H.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð nr. 9H við Grjóthraun til HS veitna. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2302644 – Silfurhella 6h, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn HS Veitna hf. um lóð að Silfurhellu 6H.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð nr. 6H við Silfurhellu til HS veitna. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2302643 – Tinhella 8h, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn HS Veitna hf. um lóð að Tinhellu 8H.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð nr. 8H við Tinhellu til HS veitna. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2301563 – Reykjanesbraut, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn HS Veitna hf. um lóð að Reykjanesbraut.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð Reykjanesbraut til HS veitna. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Fundargerðir

    • 2010458 – Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal

      Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 10.mars sl.

    • 2303002F – Hafnarstjórn - 1636

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 8. mars sl.

    • 2303005F – Menningar- og ferðamálanefnd - 405

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.mars sl.

    • 2301150 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2023

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.mars sl.

    • 2010357 – Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 7.mars sl.

    • 2301151 – Stjórn SSH, fundargerðir 2023

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 6.mars sl.

    • 2301153 – Sorpa bs, fundargerðir 2023.

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14.mars sl.

Ábendingagátt