Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Lögð fram drög að samningi milli Hafnarfjarðar og Vegagerðarinnar um kostnaðarskiptingu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning milli Hafnarfjarðar og Vegagerðarinnar um kostnaðarskiptingu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar þar sem kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðarbæjar í öllum kostnaði verksins er um 10,3%.
Lögð fram drög að samningum vegna Strandgötu 8-10 og Linnetstígs 3.
Úr fundargerð starfshóps um húsnæði stjórnsýslunnar 30. maí 2023: „Starfshópurinn samþykkir framlögð samningsdrög og vísar til bæjarráðs til samþykktar.“
Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög og vísar til viðaukagerðar. Vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.
Tekið fyrir. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Til umræðu.
12.liður úr fundargerð bæajarráðs 17.maí sl. Tekið fyrir á ný. Lögð fram beiðni um nafnabreytingu á úthlutun lóðarinnar.
Afgreiðslu frestað.
Óskað eftir frekari gögnum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar tóku til umræðu öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda yfir Reykjavíkurveg ofan Flatahrauns og möguleika á endurbótum, s.s. gerð undirganga eða göngubrúr. Málinu vísað til Framkvæmdasviðs og Umhverfis og framkvæmdaráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir upplýsingum um stöðu á endurbættum lýsingum við gangbrautir í bænum. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um stöðuna á þessum málum miðsvæðis í bænum.
Lagt er til að málinu verði vísað til frekari skoðunar á umhverfis- og framkvæmdasviði og í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Samþykkt að vísað til frekari skoðunar á umhverfis- og framkvæmdasviði og í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Fyrir liggur að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 5. febrúar 2020 nýtt rammaskipulag fyrir stóran hluta hafnarsvæðisins þar sem m.a. er gert ráð fyrir umtalsverðri breytingu á landnotkun á svæðinu. Þá samþykkti bæjarstjórn þann 31. ágúst sl. breytt aðalskipulag á svæðinu sem tók svo gildi með birtingu í b-deild stjórnartíðinda þann 27. janúar sl. Gerir breytingin einnig ráð fyrir breyttri landnotkun. Í samræmi við framangreint vinnur sveitarfélagið að undirbúningi fyrir breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Að virtu framangreindu er það afstaða sveitarfélagsins að lóðaleigusamningar innan umrædds svæðis sem eru útrunnir verða ekki framlengdir, í það minnsta á meðan breytt deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Lögð fram lóðarumsókn 1540 ehf þar sem sótt er um lóðina nr. 11 við Tunguhellu og Tunguhellu 13 til vara.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni við Tunguhellu 11 til 1540 ehf. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram lóðarumsókn Norðurlöndin ehf. þar sem sótt er um lóðina nr.13 við Tunguhellu og Tunguhellu 11 til vara.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni við Tunguhellu 13 til Norðurlöndin ehf. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram lóðarumsókn Margrétar Eðvarðsdóttur um lóðina nr. 23 við Virkisás.
Bæjarráð samþykkri að úthluta lóðinni til Margrétar Eðvarðsdóttur og vísar til bæjarstjórjnar til staðfestingar.
Lögð fram drög að erindisbréfi og skipan í starfshóp.
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.maí sl. Tekið fyrir á ný. Lagt fram
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi styrki: Listasmáskólinn ? 100.000 Open Mic Night Betri stofunnar ? 200.000 Ráðstefna á vegum Upplýsingar félags fagfólks á bókasöfnum ? 100.000 Samstaða með hinsegin fólki ? 100.000 Kór Öldutúnsskóla til Feneyja ? 150.000 kr. GETA hjálparsamtök, stuðningur við flóttafólk í Hfj. ? 200.000 Karlar í skúrnum ? 400.000
Samkvæmt reglum um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta-og æskulýðsfélaga skipar Bæjarráð Hafnarfjarðar Atla Jóhannsson bæjarendurskoðanda sem formann nefndarinnar og Helga Arnarson og Sigríði Ármannsdóttur sem meðstjórnendur út núverandi kjörtímabil. Varamenn eru María Sólbergsdóttir og Sigurður Valur Sverrisson.
Samþykkt.
Lögð fram ályktun svæðisskipulagsnefnda um samgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.
1.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 24.maí sl. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ungmennaráðið fái að koma að ráða- og nefndarstarfi í auknum mæli. Lagt er til að Ungmennaráðið fái ýmist áheyrnarfulltrúa eða almennan fulltrúa í ráð og nefndir. Lagt til að vísa í bæjarráð.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
1.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 24.maí sl. Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að sveitarfélagið meti starf ungmennaráðs að verðleikum og greiði fulltrúum laun fyrir fundarsetu. Lagt til að vísa í bæjarráð.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu eftir umræðu næturstrætó í Hafnarfirði og möguleikann á að endurvekja rekstur hans í bænum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu endurflytja tillögu sína um að hefja á nýjan leik rekstur næturstrætó í Hafnarfirði á næsta fundi bæjarstjórnar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska upplýsinga um umfang aðgerða, áhrif á þjónustu, fjöldi starfsmanna i verkfalli og á hvaða vinnustöðum. Einnig er óskað upplýsinga um hvar og hversu margir starfa við sambærileg störf hlið við hlið á vinnustöðum en á ólíkum kjörum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir sundurliðuðum greiðslum (einingarverð og tímafjöldi) til t.d. til KPMG og PwC og hugsanlegra annarra aðila. Einnig er óskað eftir sambærilegum upplýsingum fyrir árin 2017-20023 á sama grundvelli.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska upplýsinga um verktakasamninga sem Hafnarfjörður hefur gert um ráðgjafastörf. Óskað eftir lista um þau störf og innihald þeirra.
Óskað eftir leyfi bæjarráðs fyrir listflugi á sjómannadag.
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn fyrir því að veitt verði leyfi fyrir listflugi yfir bænum á sjómannadag.
Lögð fram fundargerð starfshópsins 30. maí 2023
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 17.maí sl.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24.maí sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl.sveitarfélaga frá 17.maí sl.
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 15. og 22.maí sl.
Lögð fram fundargerð 41. eigendafundar Sorpu bs. frá 15.maí sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs frá 9.maí sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19.maí sl.