Lögð fram til kynningar sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf., um stöðu og framgang verkefna. Davíð Þorláksson frá Betri samgöngum mætir til fundarins.
Bæjarráð
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Mætt til fundar
- Valdimar Víðisson formaður
- Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
- Kristinn Andersen aðalmaður
- Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
- Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
- Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Ritari
- Ívar Bragason Bæjarlögmaður
Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
-
Almenn erindi
-
2005180 – Samgöngusáttmáli
Bæjarráð þakkar Davíð Þorlákssyni frá Betri samgöngum fyrir kynninguna.
Lagt fram. -
1904083 – Matarútboð skóla 2019
Lagður fram samningsviðauki við þjónustusamning við Skólamat ehf. á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar. Ágúst Þór Ragnarsson innkaupastjóri og Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mæta til fundarins.
Bæjarráð samþykkir samningsviðauka við þjónustusamning við Skólamat. Ákvæði um heimild til framlengingar um eitt ár er virkjuð og gildir þá frá 31.07.2023 ? 31.07.2024.
Breyting á einingaverðum er vísað til viðaukagerðar fyrir árið 2023.
-
2302533 – Kaplakriki, fasteignir, eignarhald
Til umræðu. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Á fundi bæjarráðs þann 15. júní sl. var samþykkt að vísa beiðni um viðbót vegna hybrid grasæfingarsvæðins til skoðunar í fjárhagsáætlunarvinnu 2024. Bæjarráð breytir þeirri ákvörðun og samþykkir að greiða þann umframkostnað sem orðið hefur vegna hybrid grasæfingarsvæðis á þessu ári í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og vísar til viðaukagerðar vegna 2023.
-
2303112 – Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar, starfsmannahald 2023
3.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14. júní sl.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fjölgun stöðugilda um 2 á þjónustumiðstöð til viðauka við fjárhagsáætlun 2023 og áframhaldandi aukningu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024. Erindinu vísað til bæjarráðs.Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til viðaukagerðar.
-
2007447 – Verslunarmiðstöðin Fjörður, ósk um samstarf, erindi
Umræða varðandi nýtt bókasafn. Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mætir til fundarins.
Til umræðu.
-
2204035 – Strandgata 41, fráveita, erindi
Tekið fyrir.
Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð í eignina.
-
2308016 – Strandgata 26-30, umsókn um lokun Strandgötu
Lögð fram umsókn um lokun Strandgötu vegna byggingarframkvæmda við Fjörð.
Bæjarráð samþykkir lokun Strandgötu fyrir allan akstur í 2-4 daga í kringum 15. ágúst. Mikilvægt er að slík lokun sé kynnt vel fyrir íbúum og fyrirtækjaeigendum í Strandgötu. Einnig þarf að auglýsa lokun á miðlum bæjarins.
Beiðni um lokun Strandgötu að hluta til í 1-2 ár er vísað til afgreiðslu á umhverfis- og framkvæmdarsviði.
-
2306620 – Krýsuvík, beitarland
Lögð fram svör við fyrirspurn Viðreisnar.
Viðreisn þakkar framkomin svör.
-
2110127 – ADHD samtökin, styrkumsókn
Umsókn um styrk.
Bæjarráð vísar erindinu til mennta- og lýðheilsusviðs.
-
2303648 – Garðavegur 8, endurnýjun lóðarleigusamnings
Lögð fram drög að endurnýjun lóðarleigusamnings.
Samþykkt.
-
2302387 – Kirkjuvegur 3a, umsókn um lóðarleigusamning
Lögð fram drög að endurnýjun lóðarleigusamninga.
Lagt fram.
-
1910342 – Villikettir, húsnæðismál
Til umræðu.
Vísað til skipulags- og byggingarráðs.
-
2307268 – Hringhamar 43, hjúkrunarheimili, tilboð
Lagt fram tilboð vegna hjúkrunarheimilis.
Vísað til fjölskylduráðs.
-
1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi
Til umræðu.
-