Bæjarstjórn

27. september 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1895

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Valdimar Víðisson aðalmaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Jóni Inga Hákonarsyni og Sigrúnu Sverrisdóttir en í þeirra stað sátu fundinn Árni Stefán Guðjónsson og Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. í upphafi fundar bar hann upp tillögu um að mál nr. 6 í útsendri dagskrá yrði tekið af dagskrá fundarins og er það samþykkt samhljóða.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Jóni Inga Hákonarsyni og Sigrúnu Sverrisdóttir en í þeirra stað sátu fundinn Árni Stefán Guðjónsson og Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. í upphafi fundar bar hann upp tillögu um að mál nr. 6 í útsendri dagskrá yrði tekið af dagskrá fundarins og er það samþykkt samhljóða.

 1. Almenn erindi

  • 2208122 – Lóðarverð, skoðun og samanburður

   5. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.september.
   Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá vegna lóðarverðs. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á gjaldskrá vegna lóðaverðs ásamt breytingum á samþykkt Hafnarfjarðarkaupstaðar um gatnagerðargjald. Tillögunum vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls. Einnig Rósa Guðbjartsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald og gjaldskrá um lóðarverð.

  • 1903545 – Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting

   7. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.september.
   Lögð fram drög að viljayfirlýsingu. Til umræðu.

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viljayfirlýsingu til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Orri Björnsson tekur til máls. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir. Næst kemur Guðmundur til andsvars.

   Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls. Guðmundur Árni kemur til andsvars sem Árni Rúnar svarar. Einnig kemur Orri til andsvars sem Árni Rúnar svarar. Orri kemur þá til andsvars öðru sinni sem Árni Rúnar svarar öðru sinni.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viljayfirlýsingu.

  • 1512005 – Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun

   12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.september.
   Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun lóða.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breyttar almennar reglur um úthlutun lóða og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breyttar reglur um úthlutun lóða.

  • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

   1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.september sl.
   Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Hildur Rós Guðbjargardóttir tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf fyrir skipulags- og byggingarráð.

  • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

   2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22. september sl.
   Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst 2022 var samþykkt að stofnaður yrði starfshópur til að vinna að hjólastefnu bæjarins. Vinnslu erindisbréfs var vísað til sviðsstjóra. Drög erindisbréfs lagt fram sem og tillaga að skipan hópsins.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
   Tillaga að skipan hópsins er fyrir Sjálfstæðisflokk Hilmar Ingimundarson og Díana Björk Olsen sem verði formaður, aðrir ráðsmenn, fyrir Framsókn Ómar Rafnsson, fyrir Samfylkingu Steinn Jóhannsson og Sigurjóna Hauksdóttir, fyrir Viðreisn Lilja Guðríður Karlsdóttir.

   Orri Björnsson tekur til máls. Einnig Hildur Rós Guðbjargardóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

   Þá tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Guðmundur Árni svarar andsvari.

   Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson.

   Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls undir fundarstjórn forseta.

   Orri Björnsson kemur til andsvars við ræðu Árna Rúnars sem Árni svarar.

   Árni Stefán Guðjónsson tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf.

  • 2109746 – Krosseyrarvegur 3, breyting á deiliskipulagi

   10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.september sl.
   Hulda Jónsdóttir fh. hönd lóðarhafa leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit um 32m2, fjölgun bílastæða innan lóðar um 1, auknu byggingarmagni um 67,4fm. Nýtingarhlutfall verður 0,70.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 15.9.2022 að breytingu á deiliskipulagi vesturbæjar vegna Krosseyrarvegs 3 verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2202519 – Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi

   12. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.september sl.
   Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 16.9.2022 um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni auk greinargerðar sem tilgreind er í 14.gr. skipulagslaga vegna útgáfu framkvæmdaleyfa.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir útgáfu framvkæmdaleyfis og vísar samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Orri Björnsson tekur til máls. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi framkvæmdaleyfi.

  Fundargerðir

  • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.september sl.
   a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 19.maí og 8.júlí sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 21.september sl.
   a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. og 13.september sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 20.september sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 22.september sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 7.september sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14.september sl.
   c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 8.júlí sl.
   d. Fundargerð 38.eigendafundar Sorpu bs. frá 5.september sl.
   e. Fundargerð 37.eigendafundar Strætó bs. frá 5.september sl.
   f. Fundargerðir stjórnar SSH frá 5. og 12. september sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.september sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 22.september sl.

   Til máls tekur Margrét Vala Marteinsdóttir undir máli 2. í fundargerð fjölskylduráðs frá 20. september sl. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars.

   Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir 4. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 20. september sl. Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls undir sama máli og Árni Rúnar kemur til andsvars. Margrét Vala kemur til andsvars. Guðmundur Árni tekur til máls undir sama máli. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir sem Guðmundur Árni svarar.

   Til máls tekur Árni Rúnar undir 1. lið i fundargerð fjölskylduráðs frá 20. september sl.

   Einnig tekur Guðmundur Árni til máls undir 6. lið í fundargerð bæjarráðs. Orri Björnsson tekur til máls undir sama lið. Guðmundur Árni kemur til andsvars sem Orri svarar. Rósa kemur til andsvars.

   Hildur Rós Guðbjargardóttir tekur til máls undir 8. og 9. lið í fundargerð fræðsluráðs 21. september sl. Til andsvars kemur Guðmundur Árni. Einnig Kristín Thoroddsen.

   Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls undir 3. og 4. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 21. september. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen sem Árni Rúnar svarar.

   Hildur Rós Guðbjargardóttir tekur til máls undir 15. lið í fundargerð bæjarráðs þann 22. september sl. Til andsvars kemur Guðmundur Árni. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem Hildur svarar. Árni Rúnar kemur til andsvars sem Hildur Rós svarar.

Ábendingagátt