Bæjarstjórn

26. október 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1897

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson varamaður
 • Árni Rúnar Árnason varamaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Valdimari Víðissyni, Sigrúnu Sverissdóttur og Hildi Rós Guðbjargardóttur en í þeirra stað sátu fundinn Árni Rúnar Árnason, Stefán Már Gunnlaugsson og Jón Grétar Þórsson. Þá mætti Kristín María Thoroddaen til fundarins kl. 15:28.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 22091114 – Ráðning æðstu stjórnenda yrði sett á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

Var þá næst gengið til dagskrár.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Valdimari Víðissyni, Sigrúnu Sverissdóttur og Hildi Rós Guðbjargardóttur en í þeirra stað sátu fundinn Árni Rúnar Árnason, Stefán Már Gunnlaugsson og Jón Grétar Þórsson. Þá mætti Kristín María Thoroddaen til fundarins kl. 15:28.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 22091114 – Ráðning æðstu stjórnenda yrði sett á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

Var þá næst gengið til dagskrár.

 1. Almenn erindi

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.október sl.
   Lagt fram tilboð í uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram tillögu um að bæjarráð samþykki að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun og að málinu verði vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu: “Bæjarráð samþykkir að fresta fyrirliggjandi tillögu um staðfestingu tilboðs um gerð knatthús á Ásvöllum og felur hönnuðum og öðrum hlutaðeigandi aðilum, að yfirfara málið með það í huga, að minnka umfang hússins og leggja fram hönnun að mun ódýrara og einfaldara upphituðu húsi, sem nýtist knattspyrnufólki í bænum. Endurskoðun þessi taki eigi lengri tíma en 2 mánuði og skal við það miðað að nýtt og endurhannað mannvirki megi taka í notkun fyrir árslok 2024 eins og fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir.”

   Gengið til atkvæða um tillögu Samfylkingarinnar og er hún felld þar sem tveir fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði með tillögunni en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks greiða atkvæði gegn tillögunni.

   Fulltrúar Samfylkingar koma að svohljóðandi bókun:

   Það er eindregin skoðun jafnaðarmanna í Hafnarfirði, að þörf sé fyrir knatthús á Ásvöllum, þar sem knattspyrnumenn Hauka og aðrir geti iðkað íþrótt sína í skjóli fyrir veðri og vindum yfir vetrartímann. Samfylkingin sagði hins vegar í kosningabaráttunni í vor, að þyrfti að gæta að hagkvæmni og kostnaðaraðhaldi við þetta mannvirki eins og raunar aðrar nýbyggingar bæjarins. Það er ljóst að heildarkostnaður við knatthúsið mun ekki verða undir 4 milljörðum króna, þegar upp er staðið. Fyrirliggjandi tilboð lægstbjóðanda, verktakans, er 10% yfir kostnaðaráætlun bæjarins. Á sama tíma liggja upplýsingar fyrirliggjandi liggja um það, að unnt er að reisa gott upphitað hús fyrir knattspyrnufólk sem þjónar sama tilgangi fyrir helmingi lægri upphæð, eða um 2 milljarða króna.
   Þessu höfum við jafnaðarmenn haldið á lofti í umræðunni, en sitjandi meirihluti skellt við skollaeyrum og ekki viljað endurmeta fyrirliggjandi áform til að unnt verði að ná niður kostnaði. Nú á þessum fundir bæjarráðs freistuðu jafnaðarmenn þess að ná breiðri sátt um verkefnið í þessu skyni, en meirihlutinn hefur felldi tillögu Samfylkingarinnar um endurmat og endurhönnun mannvirkisins með það í huga að ná niður kostnaði um helming.
   Það eru vonbrigði.

   Fyrir liggur einnig álit Skipulagsstofnunar, þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við málið allt. Þar er kallað eftir minna hús hvað varðar hæð og breidd, sem kæmi mjög til móts við athugasemdir sem komu fram í umhverfismatsferli. Minna hús að ummáli myndi í öllum tilvikum nýtast til æfinga og keppni allra aldurshópa.

   Ennfremur er ljóst að fjárhagsgeta bæjarins er lítil varðandi nýjar fjárfestingar, eins nýlegt árshlutauppgjör ber með sér þar sem rekstrarhalli er 1,5 milljarðar króna fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Þetta verkefni hefur verið lengi á dagskrá, en samt hefur ekki borið á tilraunum til að ná niður kostnaði, né heldur að búa í haginn fjárhagslega fyrir þessi miklu fyrirliggjandi útgjöld. Vinnubrögð meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í þessu máli hafa um langan tíma verið óvönduð. Rúmt ár er síðan fyrsta skóflustunga var tekin bæði að knatthúsi á Ásvöllum og reiðhöll Sörla. Þegar kosningaskjálftinn varð meirihlutanum óbærilegur var boðað var til aukafundar í bæjarráði með minnsta mögulega fyrirvara degi fyrir síðustu kosningar til þess að samþykkja útboð í þessi tvö verkefni. Samfylkingin gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð meirihlutans á þeim tíma.

   Þessi miklu útgjöld vegna eins mannvirkis eru því alfarið á ábyrgð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
   Á hinn bóginn stendur Samfylkingin við fyrri loforð um að reist verði knatthús á Ásvöllum. Með vísan til með vísan ofanverðar bókunar, og fyrri yfirlýsinga flokksins, þá samþykkja bæjarráðsmenn Samfylkingar fyrirliggjandi áform og tímalínu um byggingu hússins.

   Er þá gengið til atkvæða um fyrirliggjandi tillögu frá fulltrúum meirihluta og er samþykkt samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun og málinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kmeur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lýsa yfir furðu á breyttri afstöðu fulltrúa Samfylkingar frá því á bæjarstjórnarfundi 8. júní síðastliðinn þegar samþykkt var samhljóða að farið yrði í útboð á því húsi sem hér er til umfjöllunar, þá lá skýrt fyrir stærð og umfang hússins og kostnaðaráætlun. Tillaga Samfylkingarinnar sem nú er lögð fram um endurmat og endurhönnun mannvirkisins með það í huga að ná niður kostnaði um helming er því einungis lögð fram til að leggja stein í götu uppbyggingar á Ásvöllum, tefja málið og koma því öllu á byrjunarreit. Ljóst er að hér er verið að samþykkja framkvæmd að upphæð 3,4 milljarða króna og knattspyrnufélagið Haukar afsalaði sér hluta yfirráðasvæði íþróttafélagsins undir íbúðabyggð til stuðnings verkefninu. Sú lóðasala, sem annars hefði ekki komið til, veitti 1,3 milljarða í verkefnið. Beinn hlutur bæjarfélagsins verður því rúmir 2 milljarðar króna sem dreifist á 2-3 ár.

   Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson og kemur Guðmundur Árni til andsvars. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars.

   Guðmndur Árni tekur til máls undir fundarstjórn forseta.

   Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Til andsvars kemur Guðmundur Árni. Einnig Árni Rúnar Þorvaldsson sem Rósa svarar.

   Þá tekur Jón Ingi til máls öðru sinni. Einnig tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls.

   Þá tekur Guðmundur Árni til máls öðru sinni. Jón Ingi kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

   Þá tekur Rósa við fundarstjórn og Kristinn Andersen kemur til andsvars við ræðu Guðmundar Árna.

   Kristinn tekur þá aftur við fundarstjórn.

   Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls öðru sinni. Jón Ingi kemur að andsvari.

   Forseti ber þá næst upp málið til afgreiðslu og er óskað eftir nafnakalli.

   Árni Rúnar Árnason Já
   Árni Rúnar Þorvaldsson Já Gerir einnig grein fyrir atkvæði sínu
   Guðmundur Árni Stefánsson Já með vísan til bókunar Samfylkingarinnar frá 20. október sl.
   Jón Grétar Þórsson Já með vísan til bókunar Samfylkingarinnar frá 20. október sl.
   Jón Ingi Hákonarson Já
   Margrét Vala Marteinsdóttir Já
   Rósa Guðbjartsdóttir Já
   Skarphéðinn Orri Björnsson Já
   Stefán Már Gunnlaugsson Já með vísan til bókunar Samfylkingarinnar frá 20. október sl.
   Kristinn Andersen Já

   Bæjarstjórn samþykkir því samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2206028 – Álhella 5, breyting á deiliskipulagi

   7. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.október sl.
   Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar samþykkti á fundi sínum þann 28.07.2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 5 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Kapelluhraun 2. áfangi. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0.4 í 0.5, innkeyrslum er breytt og óveruleg stækkun byggingarreits. Tillagan var auglýst 18.8.-29.9.2022. Ábending barst frá Veitum. Lagður fram uppfærður uppdráttur.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns vegna Álhellu 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2206148 – Íshella 2, breyting á deiliskipulagi

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.október sl.
   Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar samþykkti á fundi sínum þann 28.07.2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Íshella 2 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Hellnahrauns. Í deiliskipulagsbreytingunni felst stækkun á skilgreindum byggingarreit, hækkun vegghæðar og að fest sé í skipulagi núverandi aðkoma inn á lóðina. Tillagan var auglýst 18.8.-29.9.2022. Ábending barst frá Veitum. Lagður fram uppfærður uppdráttur.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 1. áfanga vegna Íshellu 2 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur

   15.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.október sl.
   Lögð fram og kynnt tillaga að legu raflínu í jörð. Jafnframt er óskað eftir heimild til að hefja skipulagsvinnu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 36.gr. skipulagslaga.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi legu Hamraneslínu og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Orri Björnsson. Guðmundur Árni Stefánsson tekur einnig til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2210356 – Viðbrögð í málum er varða einelti og ofbeldi í grunnskólum

   Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela fræðsluráði nú þegar að undirbúa og skipuleggja fræðsluátak fyrir grunnskólanemendur í Hafnarfirði, sem beinist gegn ofbeldi og einelti barna og ungmenna í skólum og utan skólatíma. Markmið átaksins verði að skapa vitundarvakningu í bænum hjá ungmennunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum bæjarbúum gagnvart ofbeldishegðun og einelti. Að átakinu verði kallaðari sérfræðingar, skólayfirvöld, íþróttafélögin í bænum, æskulýðsfélög, Foreldraráð Hafnarfjarðar, foreldrafélög grunnskólanna og Ungmennaráð Hafnarfjarðar og aðrir hlutaðeigandi aðilar. Nemendafélög skólanna verði virkir þátttakandur í átakinu.

   Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson. Einnig tekur Kristín María Thoroddsen til máls. Stefán Már kemur til andsvars sem Kristín svarar.

   Þá taka Jón Ingi Hákonarson, Guðmundur Árni Stefánsson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Kristín María Thoroddsen.

   Forseti ber næst upp fyrirliggjandi tillögu og er hún samþykkt samhljóða.

  • 2210415 – Opnun Bláfjallavegar

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Bláfjallavegur verði opnaður hið fyrsta. Þeim eindregnu tilmælum er beint til Vegagerðarinnar, sem er veghaldara, að á næstu mánuðum verði vegurinn lagfærður og komið í viðunandi ástand gagnvart umferð, öryggismálum, vatnsvernd og öðru sem gæta þarf að. Einnig verði tryggt fjármagn til viðhalds vegarins og snjómoksturs á vetri komanda. Opnun verði eigi síðar en um áramót.”

   Greinargerð:

   Bláfjallavegur er leið Hafnfirðingar og Suðurnesjabúa að skíðasvæðum í Bláfjöllum. Auk þess er vegurinn mikilvæg öryggisleið ef vá steðjar að. Veginum var lokað 4.febrúar 2020 vegna vatnsverndarsjónarmiða, en lítill hluti vegarins þarf upphækkun og endurbætur til að tryggja öryggi í þeim efnum. Lokunin 2020 var tímabundin og átti að rannsaka ýmsa þætti á meðan lokunin stæði yfir, svo sem úrræði til að tryggja vatnsvernd. Væntanlega liggur sú úttekt fyrir hjá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og fleiri sveitarfélaga, þótt ekki hafi verið birt Þá er mikilvægt að eiga samstarf við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og fleiri sveitarfélaga um mótvægisaðgerðir til að tryggja vatnsvernd. Úrræði í þeim efnum eru m.a. hækkun vegar á nokkur hundruð metra kafla, olíguldrur og bann við akstri stærri bifreiða, svo sem flutningabíla. Enda er vegurin ekki hannaður eða ætlaður fyrir akstru slíkra bifreiða.

   Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Einnig tekur Árni Rúnar Árnason til máls og leggur til að síðasta setning fyrirliggjandi tillögu verði felld út.

   Framkomin tillaga er samþykkt samhljóða og er fyrirliggjandi tillaga því samþykkt svo breytt og hljóðar þá svo:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Bláfjallavegur verði opnaður hið fyrsta. Þeim eindregnu tilmælum er beint til Vegagerðarinnar, sem er veghaldara, að á næstu mánuðum verði vegurinn lagfærður og komið í viðunandi ástand gagnvart umferð, öryggismálum, vatnsvernd og öðru sem gæta þarf að. Einnig verði tryggt fjármagn til viðhalds vegarins og snjómoksturs á vetri komanda.

   Árni Rúnar Árnason kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

   Vert er að upplýsa um það að á bæjarstjórnarfundi þann 23. febrúar sl. var ítrekuð beiðni bæjarins til Vegagerðarinnar um að hafinn yrði undirbúningur að endurbótum á Bláfjallavegi syðri svo hægt verði að opna vegarkaflann á nýjan leik. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði telja mikilvægt í ljósi umferðaröryggissjónarmiða að leiðin verði opnuð. Gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að öryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi og það er því áréttað að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna Vegagerðarinnar í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu. Málið var tekið aftur upp í Umhverfis- og framkvæmdaráði þann 15. júní sl. undir liðnum Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins og vísað til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri SSH hefur hafið undirbúning þessa og mun boða til fundar á allra næstu viku.
   svo hægt verði að opna veginn sem fyrst.

  • 2210416 – Staða leikskólamála og frístundar, mönnun

   Til umræðu.

   Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson. Einnig Kristín María Thoroddsen og kemur Árni Rúnar til andsvars.

  • 2210417 – Málefni flóttafólks og íbúa af erlendu bergi brotnu

   Til umræðu.

   Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir:

   1. Hversu mörg börn á leikskóla- og grunnskólaaldri njóta ekki skólagöngu í bænum sem eiga rétt á því?
   2. Hversu margir flóttamenn njóta alþjóðlegrar verndar og eru búsettir í Hafnarfirði?
   3. Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd eru búsettir í Hafnarfirði?
   4. Hversu margir Hafnfirðingar af erlendur bergi brotnir njóta íslenskukennslu fyrir atbeina
   Hafnarfjarðarbæjar?
   5. Hversu mörg fylgdarlaus börn á flótta eru búsett í Hafnarfirði og njóta þjónustu bæjarins?

   Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Einnig Jón Ingi Hákonarson.

   Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls öðru sinni sem og Rósa Guðbjartsdóttir.

  • 2210422 – Málefni fólks með fötlun

   Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi ályktunartillögu:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum að ríkisstjórnin hefur enn ekki lagt fram neinar áætlanir eða gefið sveitarfélögunum skýr fyrirheit um að hún muni tryggja fjármögnun málaflokks fólks með fötlun. Hér er um að ræða mikilvæga grunnþjónustu og því nauðsynlegt að fjármagn til hennar sé tryggt. Greiningar á vegum starfshóps félags- og barnamálaráðherra hafa leitt í ljós að halli á rekstri málaflokksins árið 2020 var tæpir 9 milljarðar og gert er ráð fyrir að hann verði 12-13 milljarðar á árinu 2021. Málaflokkurinn er því vanfjármagnaður af hálfu ríkisins. Rekstur margra sveitarfélaga hefur verið þungur á síðustu árum. Hafnarfjörður þar engin undantekning og var bærinn rekinn með 1,5 milljarða tapi á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga í fjárhagsáætlunargerð næsta árs verður því að standa vörð um þessa grunnþjónustu sem margt fólk í viðkvæmri stöðu treystir á.
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar því á ríkisstjórnina að bregðast við vandanum nú þegar með skýrri áætlun um hvernig fjármögnun þessarar mikilvægu grunnþjónustu verður tryggð. Koma verður í veg fyrir að fólk með fötlun verði að pólitísku bitbeini í samskiptum ríkis og sveitarfélaga og það verður einungis gert með því að ríkisstjórnin tryggi fjármögnun verkefnisins.

   Til máls tekur Jón Grétar Þórsson.

   Einnig Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir sem og Guðmundur Árni Stefánsson.

   Rósa Guðbjartsdóttir tekur þá til máls og Guðmundur Árni kemur til andsvars sem Rósa svarar.

   Þá tekur Margrét Vala Marteinsdóttir til máls. Einnig tekur Árni Rúnar til máls.

   Forseti ber þá næst upp fyrirliggjandi tillögu að ályktun og er hún samþykkt með 5 atkvæðum frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar en fulltrúar meirihluta sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

   Margrét Vala Marteinsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

   Málaflokkur fatlaðs fólks og fjármögnun hans, var í forgrunni á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga nýlega og kom þar meðal annars fram að vinna við að auka fjárframlög til málaflokksins væri á lokametrunum.
   Eins og kunnugt er vinnur nú starfshópur á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra að tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og er stefnt að því að þær líti dagsins ljós í desember næstkomandi.

   Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru bjartsýnir á að sú vinna og tillögur skili góðri niðurstöðu fyrir sveitarfélögin.

   Brýnt er að gæta varfærnis í opinberri umræðu um málaflokkinn, m.a í ályktunum, af virðingu við þjónustunotendur málaflokksins.

  • 22091114 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138 2011 og 80. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar nr. 240 2021

   Lagt fram erindisbréf og skipan valnefndar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf. Einnig er samþykkt samhljóða að skipa eftirfarandi aðila í valnefnd:

   Rósa Guðbjartsdóttir
   Margrét Vala Marteinsdóttir
   Árni Rúnar Þorvaldsson

  • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl.
   a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12.október sl.
   b. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.september sl.
   c. Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga frá 19.september sl.
   d. Fundargerð 39.eigendafundar Sorpu bs. frá 3.október sl.
   e. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.október sl.
   f. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 26.ágúst, 23. og 29.september sl.
   g. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.september sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.október sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.október sl.
   a. Fundargeð stjórnar Strætó bs. frá 16.september sl.
   b. Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 26.ágúst, 23. og 29.september sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 19.október sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11.október sl.
   Fundargerðir fjölskylduráðs frá 4., 11. og 18.október sl.

   Kristín Thoroddsen tekur til máls undir fundargerð fræðsluráðs frá 19. október sl.

Ábendingagátt