Bæjarstjórn

23. nóvember 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1899

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Valdimar Víðisson aðalmaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Jóni Inga Hákonarsyni og Sigrúnu Sverrisdóttur en í þeirra stað sátu fundinn Karólína Helga Símonardóttir og Stefán Már Gunlaugsson.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Jóni Inga Hákonarsyni og Sigrúnu Sverrisdóttur en í þeirra stað sátu fundinn Karólína Helga Símonardóttir og Stefán Már Gunlaugsson.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 2206949 – Óseyrarbraut 24, breyting á deiliskipulag

   1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 2.nóvember sl.
   Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Óseyrarbrautar 24, dags. 16.10.2022. Tillagan gerir ráð fyrir hækkun nýtingahlutfalls, auknu byggingarmagni og hækkun hámarkshæðar og nýjum aðkomuleiðum að lóð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 20.10 sl. að tillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísaði erindinu til staðfestingar í hafnarstjórn.
   Hafnarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi Óseyrarbrautar 24.

  • 2211298 – Útsvarsprósenta við álagningu 2023

   3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.nóvember sl.
   Lögð fram tillaga.

   Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu: Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2023 verði 14,48%.

   Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu: Bæjarráð samþykkir að á næsta ári verði útsvarshlutfallið 14,52% í stað 14,48% eins og það hefur verið undanfarin ár.

   Greinargerð frá fulltrúum Samfylkingar:

   Með því að fullnýta ekki útsvarið verður bæjarfélagið af mikilvægum tekjum við þær þungu rekstraraðstæður sem uppi eru í dag. Þar er um að ræða fjármuni sem myndu sannarlega nýtast bæjarsjóði þar sem árshlutauppgjör leiddi í ljós að A-hluti bæjarsjóðs var rekinn með 1,5 milljarða tapi á fyrri hluta ársins. Á sama tíma og verið er að hækka fasteignaskatta um 22%, gjaldskrár um 9,5% þá hlífir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekjuhæsta hópnum í samfélaginu með því að fullnýta ekki útsvarið. Ennfremur hafa sveitarfélög verið gagnrýnd af ríkisvaldinu í viðræðum um tekjustofna, t.a.m. fatlaðs fólks, að sveitarfélög fullnýti ekki megintekjustofninn – útsvarið.

   Formaður bæjarráðs ber upp framkomna tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar og er hún felld þar sem fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn tillögunni en fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði með tillögunni.

   Þá er tillaga frá fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks borin upp til atkvæða og er hún samþykkt með þremur atkvæðum frá fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá.

   Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2023 verði 14,48%.

   Fulltrúar meirihluta bóka eftirfarandi: Það hefur verið ein af áherslum núverandi meirihluta að halda álögum og gjöldum á íbúa bæjarfélagsins í lágmarki. Erfitt efnahagsumhverfi síðustu mánuði hefur reynt á rekstur sveitarfélaga og heimila. Heimilin munu njóta góðs af óbreyttri útsvarsprósentu líkt og hér er lagt til.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Guðmundur Árni Stefánsson sem Rósa svarar. Guðmundur kemur þá til andsvars öðru sinni. Einnig kemur til andsvars Árni Rúnar Þorvaldsson sem Rósa svarar. Árni Rúnar kemur þá til andsvars öðru sinni. Þá kemur Valdimar Víðisson til andsvars.

   Þá tekur Karólína Helga Símonardóttir til máls. Til andsvars kemur Árni Rúnar.

   Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson.

   Fundarhlé kl. 14:49. Fundi framhaldið kl. 14:53.

   Þá tekur Hildur Rós Guðbjargardóttir til máls. Einnig tekur Árni Rúnar til máls. Þá Stefán Már Gunlaugsson og kemur Valdimar til andsvars sem Stefán svarar.

   Guðmundur Árni tekur til máls öðru sinni og Valdimar kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

   Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um að útsvarsprósenta verði 14,48% þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og framsóknarfloks greiða atkvæði með tillögunni en fullrúar Samfylkingar og Viðreisnar sitja hjá.

   Árni Rúnar Þorvaldsson kemur að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

   Með því að fullnýta ekki útsvarið verður bæjarfélagið af mikilvægum tekjum við þær þungu rekstraraðstæður sem uppi eru í dag. Þar er um að ræða fjármuni sem myndu sannarlega nýtast bæjarsjóði þar sem árshlutauppgjör leiddi í ljós að A-hluti bæjarsjóðs var rekinn með 1,5 milljarða tapi á fyrri hluta ársins. Á sama tíma og verið er að hækka fasteignaskatta um 22%, gjaldskrár um 9,5% þá hlífir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekjuhæsta hópnum í samfélaginu með því að fullnýta ekki útsvarið. Ennfremur hafa sveitarfélög verið gagnrýnd af ríkisvaldinu í viðræðum um tekjustofna, t.a.m. fatlaðs fólks, að sveitarfélög fullnýti ekki megintekjustofninn – útsvarið.

  • 2210556 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes

   1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl.
   Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 9.11. sl. að hafin yrði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna fjölgunar íbúða í Hamranesi. Skipulagslýsing lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leita umsagna vegna framlagðrar skipulagslýsingar og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

   Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

   2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl.
   Lögð fram uppfærð skipulagslýsing vegna fjölgunar íbúða.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leita umsagna vegna framlagðrar skipulagslýsingar og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

   Orri Björnsson tekur til máls. Einnig tekur Stefán Már Gunlaugsson til máls. Orri kemur til andsvars sem Stefán Már.

   Þá tekur Karólína Helga Símonardóttir til máls og Orri kemur til andsvars.

   Einnig tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

   Karólína Helga kemur að svohljóðandi bókun:

   Við ítrekum fyrri bókanir fulltrúa Viðreisna undir málum um skipulag hér í bænum. Meðal annars Hamranesi og Hraun Vestur. Okkur finnst miður að ekki hafi verið mögulegt að ákveða að halda í þá mikilvægu framúrstefnulegu sýn sem upphaflega skipulag Hraun Vesturs var. Þetta sýnir enn og aftur vöntun á skýrari sýni í skipulagsmálum hér í bænum.

  • 22091196 – Hvannavellir 6, breyting á deiliskipulag

   4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl.
   Tillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Valla 6 tekin til afgreiðslu. Tillagan gerir ráð fyrir að endastöð strætó við Hvannavelli verði breytt í parhúsalóð.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Valla 6. áfanga vegna breytinga á lóð Hvannavalla 6 og kynna fyrir nálægri byggð og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

   Orri Björnsson tekur til máls. Einnig tekur Stefán már Gunnlaugsson til máls og Orri kemur til andsvars sem Stefán svarar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2208542 – Hamranes, farsímamastur, breyting á deiliskipulagi

   6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl.
   Bæjarstjórn samþykkti 14. september sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hamranesnámu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð undir farsímamastur. Stærð lóðar verði 64m2 og byggingarreitur 36m2. Hæð masturs er 12 metrar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hamranesnámu vegna farsímamastur. Tillagan var auglýst tímabilið 23.9.2022 – 4.11.2022. Ábending barst frá höfninni þar sem bent er að staðsetning verði a.m.k. 50m frá brún.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu deiliskipulags Hamraness vegna gatna, stíga, stofnanalóða og veitna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson og til andsvars kemur Orri Björnsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2209117 – Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur, deiliskipulag

   7. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl.
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 14.09.2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nýtt deiliskipulag fyrir Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur. Deiliskipulagið gerir grein fyrir götum, stígum, stofnanalóðum og veitu lóðum í hverfinu. Tillagan var auglýst tímabilið 23.9.-4.11.2022. Ábending barst frá Veitum. Lagður fram uppdráttur sem tekur tillit til ábendinga Veitna.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu deiliskipulags Hamraness vegna gatna, stíga, stofnanalóða og veitna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Orri Björnsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2209339 – Djúpgámar

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl.
   Tekið til umræðu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærðar leiðbeiningar vegna djúpgáma og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Orri Björnsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2208236 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2022-2026

   1. liður úr forsetanefnd frá 21.nóvember sl.
   Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 23.nóvember nk.

   Stefnt er að því að fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði 18. janúar nk. og verði það lagt fyrir bæjarstjórn á síðasta fundi fyrir jól, sem gert er ráð fyrir að verði 21. desember nk.

   Lagt fram til kynningar.

  Fundargerðir

  • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fræðsluráðs frá 16.nóvember sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8.nóv. sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 15.nóvember sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 17.nóvember sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 2.nóvember sl.
   b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjanarnes frá 31.október sl.
   c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.nóvember sl.
   d. Fundargerð stjórnar SSH frá 7.nóvember sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.nóvember sl.
   a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 21. október sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 21.nóvember sl.

   Til máls tekur Hildur Rós Guðbjargardóttir undir b. lið í fundargerð menningar- og ferðamálanefndar. Guðmundur Árni Stefánsson kemur til andsvars. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars.

   Einnig tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls undir f. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 16. nóvember sl. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

   Guðmundur Árni tekur til máls undir fundarstjórn forseta.

   Árni Rúnar svarar andsvari.

   Fundarhlé kl. 16:13. Fundi framhaldið kl. 16:25.

   Til máls tekur Kristín Thoroddsen. Til andsvars kemur Árni Rúnar sem Kristín svarar. Guðmundur Árni kemur þá til andsvars sem Kristín svarar.

   Þá tekur Guðmundur Árni til máls undir sama lið í fundargerð fræðsluráðs frá 16. nóvember sl. Kristín kemur til andsvars sem Guðmundur svarar.

   Rósa tekur næst til máls undir sama lið. Guðmundur Árni kemur til andsvars sem og Árni Rúnar Þorvaldsson.

Ábendingagátt