Bæjarstjórn

21. desember 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1901

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Valdimar Víðisson aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Auður Brynjólfsdóttir varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi lagði forseti til að eftirfarandi mál yrðu tekin inn á dagskrá fundarins:

2210556 Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes
2201064 Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag
2206187 Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag
2205257 Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag
2206171 Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag

Var það samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi lagði forseti til að eftirfarandi mál yrðu tekin inn á dagskrá fundarins:

2210556 Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes
2201064 Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag
2206187 Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag
2205257 Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag
2206171 Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag

Var það samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 2212332 – Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk

      Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar um 0,22% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall. Það leiðir til þess að hámarksútsvar hækkar úr 14,52% í 14,74%.

      Eftirfarandi tillaga lögð fram.
      Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,70%. Þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi mun ákvörðunin ekki leiða til hækkunar á heildarálögum á skattgreiðendur og verður útsvarshlutfall í Hafnarfirðir áfram undir leyfilegu hámarki.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar fyrriliggjandi tillögu um hækkun á útsvarsprósentu þannig að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,70%. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá.

      Guðmundur Árni Stefánsson kom að svohljóðanid bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna samkomulagi ríkis og bæja um aukið framlag til málefna fatlaðra enda full þörf á. Hins vegar er enn langt í land að ríkissjóður skili þeim fjármunum til verkefnis sem til þarf.
      Samfylkingin greiðir ekki atkvæði um þessa tillögu til útsvarshækkunar gegn lækkun tekjuskats ríkisins og er sú afstaða í samræmi við fyrri afstöðu, þar sem minnihlutinn í bæjarstjórn vísar ábyrgð á fjárhagsáætlun, bæði útgjöldum og tekjuöflun í fang Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks – enda voru allar 20 tillögur jafnaðarmanna felldar á síðasta fundi bæjarstjórnar þegar fjárhagsáætlun var frágengin.

    • 2109732 – Umdæmisráð barnaverndar

      Lögð fram til afgreiðslu ný samþykkt um fullnaðarafgreiðslur barnaverndarþjónustu.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykkt um fullnaðarafgreiðslur banaverndarþjónustu.

    • 2212184 – Lántaka 2022

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.desember sl.
      Guðmundur Sverrisson staðgengill sviðsstjóra fjármálasviðs mætir til fundarins.
      Bæjarráð samþykkir framlagðan lánasamning og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi lántöku eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun:

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 950.000.000,-, með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og kaup á félagslegu húsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kt. 291165-3899, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fyrir liggur að heimildir um kaup/byggingu félagslegra íbúða í Hafnarfirði eru langt í frá fullnýttar á yfirstandandi ári – aðeins 123 milljónir af 500 milljónir. Þetta sýnir enn og aftur fullkomið áhugaleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á því verkefni að bjóða þennan valkost í húsnæðismálum fyrir Hafnfirðinga. Áhugaleysi meirihlutans var svo staðfest við afgreiðslu fjárhagsáætlunar þegar heimildir til kaupa/bygginga félagslegra íbúða voru lækkaðar um helming eða í 250 milljónir. Þetta er gert þótt brýn þörf sé fyrirliggjandi eins og langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru til vitnis um.

      Valdimar Víðisson tekur til máls. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson og Stefán Már Gunnlaugsson. Til máls öðru sinni tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir sem Guðmundur Árni svarar. Einnig kemur Margrét Vala Marteinsdóttir til andsvars sem Guðundur Árni svarar. Þá kemur Valdimar Víðisson til andsvars sem Guðmundur Árni svarar. Einnig kemur Stefán Már til andsvars.

      Þá tekur Hildur Rós Guðbjargardóttir til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Einnig kemur Stefán Már til andsvars sem og Guðmundur Árni.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að lántöku með 6 atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar sitja hjá.

      Guðmundur Árni kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar greiða ekki atkvæði, en lýsa vonbrigðum með áhuga- og metnaðarleysi þegar kemur að kaupum og byggingu félagslegs íbúðarhúsnæðis, sem tölur segja til um. Að öðru leyti er vísað til bókunar flokksins í bæjarráði 15.desember síðastliðinn.

      Valdimar Víðisson kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun: Á næsta ári verður umtalsverð fjölgun á félagslegum íbúðum. Hafnarfjarðarbær hefur gert samkomulag við Bjarg íbúðafélag um 9 íbúðir inn í félagslega húsnæðiskerfið bæjarins. Þær íbúðir verða teknar í notkun á fyrri hluta nýs árs. Einnig gerir fjárhagsáætlun 2023 ráð fyrir 150 milljónum króna í kaup á íbúðum í félagslega húsnæðiskerfið. Yfirlýsingar um áhugaleysi í málaflokknum dæma sig því sjálfar.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 14.desember sl.
      Lögð fram drög að erindisbréf fræðsluráðs.

      Fræðsluráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggandi erindisbréf.

    • 2212155 – Heimagreiðslur

      3.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 14.desember sl.
      Lögð fram drög að reglum um heimagreiðslur.

      Fræðsluráð samþykkir meðfylgjandi reglur um heimagreiðslur og vísað til bæjarstjórnar til frekari samþykkis. Foreldrar geta þá frá og með áramótum sótt um heimagreiðslur með börnum frá 12 mánaða aldri. Upphæðin er sú sama og niðurgreiðsla með börnum hjá dagforeldrum. Með þessu er komið til móts við óskir foreldra um fleiri leiðir til að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn hefur skólagöngu í leikskóla

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Guðmundur Árni Stefánsson sem Kristín svarar. Einnig kemur Stefán Már Gunnlaugsson til andsvars sem Kristín svarar.

      Þá tekur Karólína Helga Símonadóttir til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um heimagreiðslur.

      Karólína Helga kemur að svohljóðandi bókun:

      Valfrelsi skiptir miklu máli í nútímasamfélagi. Heimgreiðslur til foreldra eftir fæðingarorlof er ákveðið val . Því jú margir enda á því að finna ekki aðra lausn eftir fæðingarorlof eða eru ekki tilbúin að vista börn á leikskóla eða dagforeldri frá 12 mánaða. Starfsmenn leikskóla tala sjálf um að leikskólar séu ekki búnir undir að taka á móti 12 mánaða gömlum börnum, þeim þarf að sinna í fámennum hópum, það þurfi ólíkari uppsetningu og öðruvísi þjónustu en fyrir þann aldurshóp sem er að meðaltali tekinn inn í leikskóla.

      Það hafa komið upp gagnrýnisraddir við heimgreiðslur til foreldra, hér sé verið að stíga aftur til fortíðar. Reynslan sýni að í flestum tilfellum dragi slíkar greiðslur úr atvinnuþáttöku kvenna. Þetta gæti mögulega haft áhrif á . Reynslan sýnir að í flestum tilvikum draga slíkar greiðslur úr atvinnuþátttöku kvenna. Ég vona sjálf að svo sé ekki. Það er ekki þar með sagt að mínu mati að hér sé búið að leysa stöðu foreldra eftir barneignir. Áfram þarf að herja á yfirvöld að lengja fæðingarorlof, styrkja dagforeldrakerfið sem og leikskóla. Eins vona ég að yfirvöld, bæjarstjórnir, fræðsluráð og aðrir sem hafa sett á þessar greiðslur, fylgist með hvort þessar greiðslur séu að hafa áhrifi á atvinnuþáttöku kvenna eða vísun að því. Endurskoðu þá þessar hugmyndir.

      Við veljum að kjósa með þessari tillögu vegna þess að hún er ákveðin lausn, lausn fyrir foreldra, einnig til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Við vonum að með þessu sé ekki verið að þvinga annað foreldrið, heldur gefa foreldrum tækifæri til þess að geta valið um að vera lengur heima með ungu barni sínu. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, hér fái foreldrar jöfn tækifæri til þess að nýta þetta val.

    • 1903112 – Dagforeldrar reglur og gjaldskrá

      4.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 14.desember sl.
      Lögð fram drög að breytingum á reglum um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum.

      Fræðsluráð samþykkir breytingu á reglum um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Guðmundur Árni Stefánsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breyttar reglur um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum.

    • 22111277 – Suðurhella 9, mhl.01, breyting á deiliskipulagi

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.desember sl.
      Verksýn ehf. sækir 24.11.2022 um breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs. Tillagan snýr að snúning á byggingarreit og tveimur inn/út keyrslum bætt við frá götu, nýtingarhlutfall lækkar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2205256 – Stekkjarberg 11, lóðarstækkun

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.desember sl.
      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbergs 11. Tillagan gerir ráð fyrir þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum samtals að hámarki 26 íbúðum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Setbergs vegna Stekkjarbergs 11 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2210556 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes

      3. liður úr fundargerð skipulag- og byggingarráðs frá 19. desember sl.
      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna fjölgunar íbúða úr 1500 í 1900 í Hamranesi.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna fjölgunar íbúða úr 1500 í 1900 í Hamranesi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Guðmundur Árni tekur til máls undir fundarstjórn forseta.

      Fundarhlé kl. 15:49.

      Fundi framhaldið kl. 15:55.

      Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2201064 – Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag

      4. liður úr fundargerð skipulag- og byggingarráðs frá 19. desember sl.
      Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Hringhamars 6, þróunarreitur 19.B, sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði 19. júlí sl. og staðfest í bæjarstjórn 14. september sl. ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.
      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulagi Hringhamars 6, reits 19b, í Hamranesi verði lokið í samræmi við gildandi Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 fyrir Hamranes varðandi íbúðarfjölda samanber minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 19.12.2022. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2206187 – Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag

      5. liður úr fundargerð skipulag- og byggingarráðs frá 19. desember sl.
      Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Áshamars 50, þróunarreitur 6A, sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði 25. ágúst sl. og staðfest í bæjarstjórn 31. ágúst sl. ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.
      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að endurauglýsa deiliskipulag Áshamars 50 samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna Hamraness í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2205257 – Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag

      6. liður úr fundargerð skipulag- og byggingarráðs frá 19. desember sl.
      Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Hringhamars 10, þróunarreitur 20.B, sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði 25. ágúst sl. og staðfest í bæjarstjórn 31. ágúst sl. ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að endurauglýsa deiliskipulag Hringhamars 10, reit 20.B, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna Hamraness í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2206171 – Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag

      7. liður úr fundargerð skipulag- og byggingarráðs frá 19. desember sl.
      Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Baughamars 1, þróunarreitur 31.C, sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði 25. ágúst sl. og staðfest í bæjarstjórn 31. ágúst sl. ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.
      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að endurauglýsa deiliskipulag Baughamars 1, reitur 31 C, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna Hamraness í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    Fundargerðir

    • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.desember sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14.desember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 14.desember sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6.desember sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.desember sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 15.desember sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 30.nóvember sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 7.desember sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 5.desember sl.
      Fundargerð forsetnefndar frá 19.desember sl.

      Margrét Vala Marteinsdóttir tekur til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 13. desember sl.

      Einnig tekur til máls Auður Brynjólfsdóttir undir 6. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 13. desember sl.

    • 2208236 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2022-2026

      1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 19.desember sl.

      Forsetanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði miðvikudaginn 18. janúar nk.

      Með því er gert ráð fyrir að fyrsta reglulega fundarvika ráða á nýju ári hefjist mánudaginn 9. janúar nk.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson.

      Samþykkt samhljóða.

Ábendingagátt