Bæjarstjórn

18. janúar 2023 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1902

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Valdimar Víðisson aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Guðmundi Árna Stefánssyni en í hans stað sat fundinn Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Guðmundi Árna Stefánssyni en í hans stað sat fundinn Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 2211486 – Reglur um Eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.janúar sl.
      Áður á dagskrá bæjarráðs 17.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um eftirlitsnefnd fjármála íþrótta- og æskulýðsfélaga. Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um eftirlitsnefnd fjármála íþrótta- og æskulýðsfélaga og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

      Valdimar Víðisson tekur til máls. Einnig Árni Rúnar Þorvaldsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1902356 – Setberg, endurskoðun deiliskipulags

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.janúar sl.
      Lögð fram skipulagslýsing vegna endurskoðunar deiliskipulags Setbergs. Skipulagshöfundur mætir til fundarins og kynnir.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leitað verði umsagna við lýsingu vegna heildarendurskoðunar deiliskipulags Setbergs og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að við vinnu við endurskoðun deiliskipulags Setbergs verði haft að leiðarljósi sjálfbærni og vistvænt skipulag. Að neikvæð umhverfisáhrif verði lágmörkuð, íbúum tryggt sveigjanlegt, öruggt og gott umhverfi, einnig verði horft til fjölbreytts framboðs húsnæðis, verndun náttúru, góðar og fjölbreyttar samgöngur og trausta þjónustu. Í þessu felst einnig að eiga skapandi samráð við íbúa og hagaðila og vera með kynningarfundi fyrir íbúa á meðan vinnu við skipulagið stendur yfir.

      Til máls tekur Orri Björnsson. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson og Árni Rúnar Þorvaldsson. Stefán Már kemur til andsvars við ræðu Árna Rúnars sem svarar andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar taka undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingaráði á fundi ráðsins þann 12.01.2023. Samfylkingin leggur áherslu á virkt og skapandi íbúasamráð við gerð deiliskipulagsins og hvetur til þess að íbúar fái fjölbreytt tækifæri til þess að hafa áhrif á gerð þess.

    • 2301428 – Mengurnarslys

      Til umræðu.

      Hildur Rós Guðbjargardóttir tekur til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar harmar þá atburðarás sem átti sér stað þegar mengunarvarnarbúnaður í olíuskilju hjá Costco bilaði með þeim afleiðingum að umtalsvert mengunarslys átti sér stað. Óásættanlegt er að íbúar hafi þurft að búa við lyktar- og olíumengun í þrjár vikur áður upptök mengunarinnar voru kunn. Nauðsynlegt er að til staðar sé skýrt verklag við hvers kyns umhverfisslysum sem geta átt sér stað. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er sammála um nauðsyn þess að málið verði rannsakað til hlítar af þar til bærum aðilum til þess að fyrirbyggja svona alvarlegt mengunarslys gerist aftur.

      Þá kemur Valdimar Víðisson til andsvars. Hildur svarar andsvari. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem Hildur svarar.

      Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls.

      Næst ber forseti framkomna ályktun upp til atkvæða. Er ályktunin samþykkt þar sem fimm fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar greiða atkvæði með því að ályktunin verði samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

      Valdimar Víðisson kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar meirihlutans sitja hjá og telja málið í eðlilegum farvegi. Vísað er í svohljóðandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11. janúar sl.: Umhverfis og framkvæmdaráð þakkar fyrir greinargott minnisblað og þakkar starfsfólki fyrir vel unnin störf við að finna uppruna lyktarinnar. Umhverfis- og framkvæmdaráð harmar að ekki hafi verið brugðist við af rekstraraðila bensínstöðvar Costco þegar í ljós kom að búnaður í olíuskilju bilaði með þeim afleiðingum að um umtalsvert mengunarslys var um að ræða. Umhverfis- og veitustjóra er falið að endurheimta kostnað við aðgerðirnar sem farið var í til Garðabæjar og einnig að tilkynna atvikið til Umhverfisstofnunar

      Hildur Rós kemur að svohljóðandi bókun f.h. Samfylkingar:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar furða sig á því að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi ekki treyst sér til að samþykkja tillögu Samfylkingarinnar að ályktun bæjarstjórnar með því að vísa til bókunar umhverfis – og framkvæmdaráðs þann 11.01.2023. Þó fulltrúar meirihlutans segi að þeir líti málið alvarlegum augum þá eru þeir ekki tilbúnir til þess að samþykkja rannsókn eða yfirfara verkferla til þess að fyrirbyggja sambærilega atburði. Með þessum málflutningi er meirihlutinn að reyna að gera lítið úr þessu umtalsverða mengunarslysi.

    • 2210415 – Opnun Bláfjallavegar

      Til umræðu.

      Sigrún Sverrisdóttir tekur til máls og leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi ályktun:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar Ítrekar ályktun bæjarstjórnar frá bæjarstjórnarfundi þann 26. október 2022 þess efnis að Vegagerðin sjái til þess að Bláfjallavegur verði opnaður hið fyrsta.”

      Rósa Guðbjartsdótir kemur til andsvars sem Sigrún svarar.

      Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls. Einnig Árni Rúnar Þorvaldsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samþykkir samhljóða framkomna tillögu að ályktun um opnun bláfjallavegar.

    Fundargerðir

    • 2301126 – Fundargerðir 2023, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 12.janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.desember sl.
      b. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.desember sl.
      c. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12.desember sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 25.nóvember sl.
      e. Fundargerð stjórnar SSH frá 12.desember sl.
      f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.desember sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.janúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.janúar sl.
      a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 18.nóvember og 16.desember sl.
      b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 25.nóvember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 11.janúar sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 20.desember sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 10.janúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 16.janúar sl.

      Margrét Vala Marteinsdóttir tekur til máls undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 10. janúar sl. Hildur Rós kemur til andsvars. Árni Rúnar Þorvaldsson tekur einnig til máls undir 2. lið í sömu fundargerð sem og fundargerð fjölmenningarráðs sem lögð var fram á fundi fjölskylduráðs. Þá tekur Árni Rúnar til máls öðru sinni undir 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 12. janúar sl.

Ábendingagátt