Bæjarstjórn

1. febrúar 2023 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1903

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Valdimar Víðisson aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir varamaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Jón Grétar Þórsson varamaður

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 6 á útsendri dagskrá, Vikingastræti 2, breyting á deiliskipulag, yrði tekið af dagskrá. Var það samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 6 á útsendri dagskrá, Vikingastræti 2, breyting á deiliskipulag, yrði tekið af dagskrá. Var það samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 2212083 – Tinhella 3, 5, 7 og 9, umsókn um lóð

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Smáragarðs ehf. um atvinnuhúsalóðina
      nr. 3,5,7 og 9 við Tinhellu.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til að Tinhellu 3, 5, 7 og 9 verði úthlutað til Smáragarðs ehf. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið, ráðgjafahópur.

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.janúar sl.
      4.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.janúar sl.
      Á 548. fundi stjórnar SSH sem fram fór 12. desember sl. samþykkti stjórn SSH fyrir sitt leyti að Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins verði sett á fót. Fyrirliggjandi samningsdrög, ásamt fylgigögnum, lögð fram til kynningar.

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar stofnun áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

      Kostnaður Hafnarfjarðarbæjar árið 2023 vegna Áfangastaðastofu fyrir höfuðborgarsvæðið er 4.889.365 kr. og er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2023.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning með fyrirvara um samþykki hinna sveitarfélaganna sem og að bæjarstjóra sé veitt umboð til undirritunar samningsins. Framangreindu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Forseti leggur í upphafi umræðu um þennan lið til að við dagskrárliðinn bætist að bæjarstjórn tilnefni auk þess aðila aðila til setu í Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins. Er það samþykkt samhljóða.

      Til máls tekur Valdimar Víðisson. Einnig Jón Ingi Hákonarson og til andsvars kemur Valdimar Víðisson sem Jón Ingi svarar.

      Þá tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls. Einnig Kristín Thoroddsen og þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars. Einnig kemur Jón Ingi til andsvars.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 10 atkvæðum en fulltrúi Viðreisnar greiðir atkvæði á móti.

      Forseti bæjarstjórnar kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar:

      Lögð er áhersla á að verkefnið og aðkoma bæjarins verði endurskoðuð og metin að tveimur árum liðnum.

      Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi
      Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins er gott og þarft verkefni. Það eru hins vegar meinbugir á útfærslunni sem gerir bæjarfulltrúa Viðreisnar erfitt um vik að samþykkja.
      Það er ekki ábyrg fjármálastjórn að setja stórfé í ný verkefni þar sem væntur ávinningur er óljós á sama tíma og álögur á íbúa Hafnarfjarðar hafa aukist verulega.
      Að ákvarða kostnaðarhlutdeild út frá íbúafjölda sveitarfélaga er órökrétt, rétt væri að kostnaðarhlutdeild færi eftir því hvar tekjurnar myndast. Ljóst er að tekjur ferðaþjónustunnar verða fyrst of fremst til í Reykjavík. Rétt væri að sveitarfélög bæru kostnað í réttu hlutfalli við það hvar tekjurnar verða til. Þau rök að 13% starfsfólks ferðaþjónustunnar búi í Hafnarfirði og greiði til sveitarfélagsins útsvar eru ekki sterk rök. Ákvörðun um hvar á höfuðborgarsvæðinu fólk býr hefur ekki með starfsvettvang að ræða ólíkt því sem gerist á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Á þeim stöðum væri eðlilegt að sveitarfélög styðji með beinum hætti uppbyggingu ferðaþjónustunnar í héraði þar sem það þýðir fjölgun starfa og meiri útsvarstekjur. Þessu er ekki að heilsa í Hafnarfirði.

      Hér eru Hafnfirðingar að niðurgreiða markaðsstarf og upplýsingaöflun ferðaþjónustunnar. Eins og fjárhagsstaða sveitarfélagsins er nú, teljum við ekki fjárhagslegt rými í slík verkefni. Undanfarin ár hefur Hafnarfjarðarbær unnið frábært markaðsstarf og náð miklum árangri í að marka Hafnarfirði sess sem einstakur áfangastaður á höfuðborgarsvæðinu.

      Viðreisn telur hyggilegra að styrkja þá vinnu í stað þess að setja 5 milljónir í stofnfé Áfangastofu og rúmar 13 milljónir í árlegt rekstrarfé.

      Þá ber forseti upp tillögu um að bæjarstjórn tilnefni Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur til setu í Áfangastofunni. Er það samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum en fulltrúi Viðreisnar situr hjá.

    • 2206136 – Straumsvík breyting á aðalskipulagi 2013-2025

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna aðstöðu og aðkomu að Straumsvíkurhöfn og umferðaskipulag.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á aðlaskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna aðstöðu og aðkomu að Straumsvíkurhöfn auk umferðaskipulags með vísan til 30.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Orri Björnsson tekur til máls. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2207031 – Hringhamar 27, deiliskipulag

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
      Lögð fram tillaga að deiliskipulagi reitar 26B. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 5 hæða fjölbýlishúsum með allt að 48 íbúðum ásamt bílakjallara og smáhýsi á lóð. Á hluta jarðhæðar byggingar A er gert ráð fyrir verslun og/eða þjónustu sem fellur vel að íbúðabyggð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulag reitar 26B og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Orri Björnsson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2209696 – Hjallahraun 2, 4 og 4a, breyting á deiliskipulagi

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 3.11.2022 að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Hrauns vesturs vegna sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreit að Hjallahrauni 2, 4 og 4a. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 10.11.-12.12.2022. Athugasemd barst. Lagt fram svar skipulagsfulltrúa við framkominni athugasemd.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Hrauns vesturs vegna sameininga lóða og tilfærslu á byggingarreit, framkvæmdum skal vera lokið innan 5 ára skv. 6. mgr. 37. greinar skipulagslaga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Orri Björnsson. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson og kemur Orri Björnsson til andsvars. Stefán Már svarar andsvari. Orri kemur þá til andsvars öðru sinni sem Stefán Már svarar örðu sinni. Orri kemur þá að stuttri athugasemd.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2206043 – Snókalönd, nýtt deiliskipulag

      12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 07.01.2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Snókalönd við Bláfjallaveg. Skipulagið afmarkast af gamalli hraunnámu sem í dag er skilgreind sem afþreyingar- og ferðamannasvæði í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
      Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir einni lóð þar sem gert er ráð fyrir aðkomu, bílastæðum og byggingarreit þar sem gert er ráð fyrir byggingum tengdum norðurljósaskoðunum. Tillagan var auglýst 14.12.2022-25.1.2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn vegna framkominna athugasemda.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn vegna framkominna athugasemda og vísar uppfærðum gögnum til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2207373 – Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi tillögu:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
      1903. fundur 1. febrúar 2023

      Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, f.h. innviðaráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar um samning á grundvelli rammasamnings innviðaráðuneytisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reykjavík hefur riðið á vaðið og undirritað fyrsta samninginn við ríkið á grunni rammasamkomulagsins.

      Bæjarráði er falið að skipa samninganefnd sem í skulu sitja 5 kjörnir fulltrúar og setja henni erindisbréf. Nefndinni er ætlað að leiða viðræðurnar fyrir hönd bæjarins og hún skal vinna að samningsmarkmiðum fyrir Hafnarfjarðarbæ gagnvart ríkinu sem og greina uppbyggingarþörf og nauðsynlega innviðauppbyggingu og leggja fjárhagslegt mat á verkefnið. Stefnt skal að því að ljúka samningsgerðinni tímanlega þannig að hægt verði að vinna heildstæða innviðaáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2024.

      Greinargerð:
      Sveitarfélögin í landinu hafa metið þörf fyrir uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum til að mæta fólksfjölgun. Að auki er það mat sveitarfélaganna að til staðar sé uppsöfnuð óuppfyllt íbúðaþörf upp á 4.500 íbúðir. Staðan hjá eigna- og tekjulægri hópum samfélagsins á húsnæðismarkaði hefur verið mjög erfið á síðustu árum og vandinn hefur vaxið. Það er því sannarlega þörf á stóru og samhentu húsnæðisátaki hjá ríki og sveitarfélögum.

      Í júlí sl. undirrituðu innviðaráðuneytið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga rammasamkomulag um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032. Rammasamkomulagið felur í sér að ríki og sveitarfélög sameinast um stefnu og aðgerðir til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf, milli innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir hönd íslenska ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

      Tilgangur rammasamkomulagsins er að auka íbúðaframboð til að mæta fyrirsjáanlegri þörf ólíkra hópa samfélagsins til skemmri og lengri tíma og gera húsnæðisáætlanir að lykilstjórntæki hins opinbera. Einnig að leggja grunn að beinu samningssambandi milli ríkis og einstakra sveitarfélaga þar sem stefnt er að auknu lóðaframboði ásamt því að veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu.

      Rammasamkomulagið kveður á um að ríki og sveitarfélög eru sammála um að til þess að mæta íbúðaþörf næstu 10 ára þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir. Aðilar samningsins eru einnig sammála um að leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði og að hlutfall þeirra verði að jafnaði 30% nýrra íbúða og að hlutfalli félagslegra íbúða verði að jafnaði sem næst 5% nýrra íbúða.

      Staðan í húsnæðismálum í Hafnarfirði hefur verið þung á undanförnum árum. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá bæjarfélaginu eru núna 190 umsóknir. Þar af eru 74 umsóknir metnar í brýnni þörf og meðalbiðtími eftir íbúð á vegum bæjarins eru langur. Illa hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum hjá bæjarfélaginu enda uppbygging verið hæg síðustu ár. Í dag er Hafnarfjarðarbær með 282 íbúðir í félagslega kerfinu eða 9,22 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Einnig er mikil þörf á hagkvæmum íbúðum á viðráðanlegu verði. Árið 2020 voru veitt stofnframlög fyrir 150 íbúðum á vegum Bjargs Íbúðafélags en brýnt er að setja aukinn kraft í slíka uppbyggingu í Hafnarfirði.

      Í samningi Hafnarfjarðarbæjar og ríkisins er nauðsynlegt að skýrt verði kveðið á um að hlutfall hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði 30% nýrra íbúða sem og að hlutfall félagslegra íbúða 5% allra nýrra íbúða. Tryggja verður aðkomu ríkisins að þeirri uppbyggingu.

      Að auki er brýnt að ráðist verði í átak við að eyða biðlistum á sérstökum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk. Í dag eru 35 einstaklingar á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk og 14 þeirra teljast í brýnni. Auk þeirra eru tæplega 20 einstaklingar á herbergjaheimilum en lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 39/2018 kveða á um að þeim einstaklingum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Meðalbiðtími eftir íbúðum er mjög langur og því mikilvægt að í samningum við ríkið verði fjármögnun á uppbyggingunni tryggð sem og rekstur þeirra.

      Í ljósi framangreinds er ljóst að þörf er á samhentu átaki ríkis og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Þörf er á húsnæðissáttmála. Rammasamkomulag innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir hönd ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga er grundvöllur slíks þjóðarátaks. Nú hefur Reykjavík riðið á vaðið og undirritað samkomulag við innviðaráðherra um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á tímabilinu 2023-2032 og fjármögnun á uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði. Til þess að ná markmiðum innviðaráðherra um framboð íbúða á næstu árum og uppbyggingu íbúða á viðráðanlegu verði og fjölgun félagslegra íbúða verða önnur sveitarfélög nú að fylgja í kjölfarið á Reykjavík og ganga til samninga við innviðaráðherra á grundvelli fyrrnefnds rammasamkomulags.

      Til máls taka Árni Rúnar Þorvaldsson. Einnig Rósa Guðbjartsdóttir. Guðmundur Árni Stefánsson kemur til andsvars sem og Árni Rúnar.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig Árni Rúnar.

      Til máls tekur Guðmundur Árni.

      Forseti ber næst upp þá tillögu sem liggur fyrir fundinum. Er tillagan felld þar sem sex fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks greiða atkvæði gegn tillögunni en fimm fulltrúar minnihluta Samfylkingar og Viðreisnar greiða atkvæði með tillögunni.

      Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Tillögunni er hafnað þar sem samtal Hafnarfjarðarbæjar við HMS er þegar hafið og hefur verið í eðlilegum farvegi frá í haust. Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga gerði með sér rammasamkomulag síðastliðið sumar um uppbyggingu íbúðahúsnæðis. Þar er sammælst um stefnu og markvissar aðgerðir í þeim efnum í samræmi við þörf ólíkra hópa. Hafnarfjarðarbær og HMS eru í viðræðum um mögulega útfærslu og er það gert samhliða gerð húsnæðisáætlunar eins og hjá öðrum sveitarfélögum. Bæjarráði verði kynnt ný húsnæðisáætlun um leið og hún liggur fyrir og ákveðið verður um næstu skref í samtali bæjarins við HMS.

      Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls undir fundarstjórn forseta. Einnig Rósa Guðbjartsdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson og Valdimar Víðisson. Guðmundur Árni tekur til máls öðru sinni um fundarstjórn forseta sem og Árni Rúnar.

      Árni Rúnar kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Samfylkingar:

      Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiðir hér á fundinum atkvæði gegn tillögu Jafnaðarmanna um stórátak í húsnæðismálum byggt á rammasamningi ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í júlí sl. Meirihlutinn hafnar með því að ganga til viðræðna við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins og Húsnæðis- mannvirkjastofnun um aukið húsnæðisframboð og stórátak í uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis.

      Á sama tíma og þverpólitískt samstarf á sér stað í borgarstjórn Reykjavíkur um þessi nákvæmlega sömu mál, þá eru það gamaldags vinnubrögð sem ráða ríkjum hjá helmingaskiptaflokkunum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem meirihlutaflokkarnir geta ekki hugsað sér að jafnaðarmenn hafi frumkvæði að þessu mikilvæga máli. Á meðan tapa Hafnfirðingar.

      Það er fullyrt að bæjarstjóri sé að vinna í málinu, en fram að þessu hefur bæjarstjóri ekki séð ástæðu til þess að upplýsa bæjarstjórn eða bæjarráð um það þó tilefnin til þess hafi verið fjölmörg í umræðu um húsnæðismál. Þess er krafist að bæjarstjóri upplýsi bæjarfulltrúa um hvaða viðræður hafa átt sér stað milli bæjarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og innviðaráðherra og upplýsingum um tímasetningar í því sambandi. Einnig óskum við upplýsinga um samningsmarkmið bæjarins í þeim viðræðum. Lögð verði fram skrifleg gögn þar um, sem sýni stöðu viðræðna á fundi bæjarráðs 9. febrúar nk. Einnig er gerð krafa um það, að kjörnir fulltrúar verði upplýstir reglulega um frekari skref þessara viðræðna, sem lúta að framtíðarhagsmunum Hafnfirðinga.

      Jafnaðarmenn lýsa yfir furðu sinni á þessari afstöðu meirihluta, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

    Fundargerðir

    • 2301126 – Fundargerðir 2023, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 24.janúar sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 26.janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.janúar sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.janúar sl.
      c. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.janúar sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 9.desember sl.
      e. Fundargerð stjórnar SSH frá 9.janúar sl.
      f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 6.janúar sl.
      Fundargerð innkauparáðs frá 11.janúar sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.janúar sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 6.janúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 25.jánúar sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.janúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 30.janúar sl.

      Til máls tekur Valdimar Víðisson undir lið undir fundargerð stjórnar Sorpu frá 9. desember sl. Til andsvars kemur Guðmundur Árni Stefánsson sem Valdimar svarar.

      Þá tekur Margrét Vala Marteinsdóttir til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 24. janúar. Til andsvars kemur Guðmundur Árni sem Margrét Vala svarar. Einnig kemur til andsvars Rósa Guðbjartsdóttir.

      Þá tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls undir 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 26. janúar sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir sem Guðmundur Árni svarar.

      Stefán Már vék af fundi kl. 16:45 og i hans stað sat fundinn Jón Grétar Þórsson.

      Þá tekur Árni Rúnar til máls undir 4 lið í fundargerð fjölskyldurráðs frá 24. janúar sl.

      Guðmundur Árni tekur til máls öðru sinni undir 1 lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 26. janúar sl.

Ábendingagátt