Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.
Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 6 og 10 í útsendri dagskrá yrðu tekin af dagskrá fundarins. Var það samþykkt samhljóða.
4. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 8. febrúar sl.
Lögð fram tillaga um að lækka aldursviðmið varðandi notkun frístundastyrkjar í líkamsræktarstöðvum úr 16 ára í 14 ára.
Fræðsluráð samþykkir tillögu um lækkun aldursviðmiða varðandi notkun frístundastyrkja til kaupa á aðgengi í líkamsræktarstöðvar úr 16 ára – 14 ára og vísar til frekara samþykkis í bæjarstjórn.
Samkvæmt tölum um fjölda barna í íþróttum eftir aldri og nýtingu frístundastyrksins er ljóst að töluvert brottfall er um 14 ára aldur. Hreyfing og heilbrigt líferni hefur mikið forvarnargildi og viljum við halda þessum aldurshópi við efnið og grípa þau þegar þau hætta að æfa með félaginu sínu og ýta undir áframhaldandi hreyfingu. Lækkun aldursviðmiðs fyrir frístundastyrk til líkamsræktar úr 16 ára niður í 14 ára er mikilvægt og jákvætt skref í þá áttina.
Til máls tekur Kristín Thoroddsen. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars.
Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls. Kristín kemur til andsvar sem Árni Rúnar svarar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu fræðsluráðs.
2. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 8. febrúar sl.
Lagður fram að nýju rekstrarsamaningur við Hestamannafélagið Sörla.
Fræðsluráð samþykkir að vísa rekstrarsamningi við Sörla til frekara samþykkis í bæjarstjórn.
Til máls tekur Kristín Thoroddsen. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson. Kristín kemur til andsvars sem Stefán svarar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi rekstrarsamning við Sörla.
7. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9. febrúar sl.
Bæjarráð samþykkir að endurúthluta lóðinni að Baughömrum 13 til Baughamars ehf. og gert verði samkomulag um úthlutunina. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Valdimar Víðisson. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson og kemur Valdimar til andsvars.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 9. febrúar sl.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulags álversins í Straumsvík ásamt breyttum umferðartengingum við Reykjanesbraut.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málsmeðferð deiliskipulagsins verði í samræmi við 43 gr. skipulagslaga og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn.
Orri Björnsson tekur til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
3. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs þann 9. febrúar sl.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. desember sl. var samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eiganda við Hádegisskarð 22 samhliða breytingu á deiliskipulagi Drangsskarðs 13. Breytingin felst í að íbúðum er fjölgað úr tveimur í þrjár, gert er ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði á íbúð. Byggingarmagn er það sama. Þakgerð einhalla með hæsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Erindið var grenndarkynnt. Frestur til að skila athugasemdum var til 18. janúar 2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda.
Skipulags- og byggingarráð synjar breytingu á deiliskipulagi Hádegisskarðs 22 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 9. febrúar sl.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Árni Rúnar Árnason vék af fundi við afgreiðslu fimmta dagskrárliðar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
8. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 9. febrúar sl.
Lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar ásamt lagfærðum uppdrætti.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu deiliskipulags Hamraness vegna gatna, stíga, stofnanalóða og veitna með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar 12.1.2023 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls. Orri Björnsson kemur til andsvars.
9. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 9. febrúar sl.
Lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar ásamt umsögn skipulagsfulltrúa og lagfærðri greinargerð.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða greinargerð Aðalskipulags Hamraness með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20.1.2023 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 atkvæðum en fulltrúi Viðreisnar situr hjá.
Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar styður ekki agaleysi í skipulagsmálum. Þetta er afleiðing þess að farin er sú leið að deiliskipuleggja hverja lóð fyrir sig, þá skortir yfirsýn. Viðreins situr hjá.
Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
Forsetanefndar frá 13. febrúar sl. Skipulags- og byggingarráðs frá 9. febrúar sl. Bæjarráðs frá 9. febrúar sl. Afgreiðslufundar skipulags- og byggingafulltrúa frá 8. febrúar sl. Fræðsluráðs frá 8. febrúar sl. Hafnarstjórnar frá 8. febrúar sl. Umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8. febrúar sl. Fjölskylduráðs frá 7. febrúar sl. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa 1. febrúar sl.
Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls undir 3 og 4 lið í fundargerð bæjarráðs frá 9. febrúar sl.
Margrét Vala Marteinsdóttir tekur til máls undir fundargerð fjölskylduráðs.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls undir lið 11 í fundargerð bæjarráðs frá 9. febrúar sl.