Fjölskylduráð

4. október 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 472

Mætt til fundar

 • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
 • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Elsa Dóra Ísleifsdóttir varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

 • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

   Á fundinn mæta Guðmundur Sverrisson og Ólafur Heimir Guðmundsson frá hagdeild fjármálasviðs.

   Lagt fram.

   Fjölskylduráð þakkar Ólafi Heimi Guðmundssyni fyrir kynninguna. Aukafundur verður haldin þann 11.október nk.

  • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

   Lögð fram drög að samningi um samræmda móttöku flóttamanna. Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd mætir á fundinn.

   Lagt fram.
   Fjölskylduráð þakkar Ægi Erni Sigurgeirssyni fyrir kynninguna. Sviðinu falið að fullgera samninginn og málinu vísað til afgreiðslu á aukafundi fjölskylduráðs þann 11. október.

  • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

   Lögð fram drög að erindisbréf fjölskylduráðs.

   Fjölskylduráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2109732 – Umdæmisráð barnaverndar

   Lagðar fram upplýsingar um umdæmisráð barnaverndar.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2210006 – Akstursþjónusta eldri borgara

   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu:

   Fjölskylduráð felur Öldungaráði að yfirfara reglur um akstursþjónustu eldri borgara í Hafnarfirði sem samþykktar voru í fjölskylduráði 5. júní 2020 og í bæjarstjórn þann 10. júní 2020. Akstursþjónusta eldri borgara er mikilvæg þjónusta sem á að nýtast fólki til að stunda félagslíf og til þess að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Tilgangur yfirferðarinnar er að meta hvort ástæða sé til þess að endurskoða reglurnar í heild eða einstaka hluta þeirra. Í yfirferðinni verði m.a. metið hvort þeir bílar sem standa eldri borgurum til boða í þjónustunni séu hentugir og hvort ástæða sé til þess að skoða aðrar leiðir til þess að veita þjónustuna.

   Tillagan er samþykkt.

  • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

   Vettvangs- og kynnisferð á Sólvang.

   Fjölskylduráð þakkar Höllu Thoroddsen og Hrönn Ljótsdóttur fyrir góða kynningu á Heilsusetri Sólvangs.

Ábendingagátt