Fjölskylduráð

1. nóvember 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 476

Mætt til fundar

 • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Snædís K. Bergmann varamaður
 • Gunnar Þór Sigurjónsson varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

 • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

   Fyrir fundinum liggur minnisblað um samræmda móttöku flóttamanna, kostnaðarlíkan og drög að samningi um samræmda móttöku. Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamanna mætir til fundarins.

   Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að ganga til samninga við ráðuneytið um samstarf Hafnarfjarðarbæjar og ráðuneytisins hvað varðar samræmda móttöku flóttamanna.

   Fjölskylduráð ítrekar mikilvægi þess að slakað sé á þeirri kröfu að Hafnarfjörður útvegi öllu flóttafólki húsnæði og að ekki verði farið umfram þann fjölda flóttafólks sem getið er í samningnum án samráðs.

  • 1608726 – Búseta, þjónusta við fatlað fólk

   Lagðar fram upplýsingar um búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk, stöðu biðlista o.fl. Á fundinn mætir Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólks.

   Lagt fram.

   Fjölskylduráð þakkar Hrönn Hilmarsdóttur deildarstjóra þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólks fyrir kynninguna.

   Á síðasta kjörtímabili voru byggðir þrír nýir íbúðakjarnar fyrir fatlað fólk. Áfram þarf að vinna að kröftugri uppbyggingu í búsetumálum með það að markmiði að fatlað fólk eigi kost á húsnæði við hæfi og biðtími eftir búsetuúrræði verði styttur.

  • 2210379 – Náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk

   Lagðar fram upplýsingar um náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólks mætir á fundinn.

   Lagt fram.

   Fjölskylduráð þakkar Hrönn Hilmarsdóttur deildarstjóra þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólk fyrir kynninguna

  • 2210378 – Heildræn þjónusta við fatlað fólk

   Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólks mætir til fundarins.

   Lagt fram til kynningar

   Fjölskylduráð þakkar Hrönn Hilmarsdóttur deildarstjóra þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólk fyrir kynninguna og góða vinnu að þessu framsækna verkefni.

  • 2007563 – Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samráðshópur um velferðarmál

   Lagt fram minnisblað og drög að nýjum samningi um samráð og samstarf um velferðarmál á höfuðborgarsvæðinu.

   Drög að samingi um samstarf um velferðarmál á höfuðborgarsvæðinu eru lögð fram og kynnt. Samningnum er vísað til bæjarstjórnar og mælt er með að bæjarstjóri fái umboð til undirritunar samningsins.

  • 2210478 – Hjallabraut 33, erindi frá stjjórn

   Lagt fram erindi frá stjórn Hjallabrautar 33.
   Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mætir á fundinn.

   Lagt fram.

   Fjölskylduráð þakkar Sjöfn Guðmundsdóttur fyrir kynninguna á erindinu.

   Hafnarfjarðarbær er einn af eigendum íbúða að Hjallabraut 33 með um 20% eignarhlut auk þess að eiga og reka sameiginlega aðstöðu í húsinu. Sé það vilji meirihluta eigenda að ráða aðila til að annast umsýslu og viðhald er það ákvörðun stjórnar húsfélagsins.

  Fundargerðir

Ábendingagátt