Fjölskylduráð

7. febrúar 2023 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 482

Mætt til fundar

  • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Elsa Dóra Ísleifsdóttir varamaður

Einnig sátu Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri og Guðríður Guðmundsdóttir, lögfræðingur fjölskyldu- og barnamálasviðs, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sátu Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri og Guðríður Guðmundsdóttir, lögfræðingur fjölskyldu- og barnamálasviðs, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1801074 – Búsetukjarnar

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri, mætir til fundar og fer yfir stöðu á aðgerðaráætlun í húsnæðismálum fatlaðs fólks í Hafnarfirði.

      Fjölskylduráð þakkar Hrönn Hilmarsdóttur fyrir kynninguna.
      Umræður.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka starfsmönnum fyrir þessa greinargóðu áætlun um uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk á næstu árum. Fram kemur að 35 manns eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk og skv. svörum við fyrirspurn Samfylkingarinnar teljast 14 þeirra vera í brýnni þörf. Í áætluninni kemur einnig fram að 20 einstaklingar búa á herbergjaheimilum en skv. lögum á að bjóða þeim hópi upp á annars konar búsetuúrræði. Hér er því verk að vinna og þessi áætlun sem hér er lögð fram hefði svo sannarlega nýst vel viðræðum við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Því miður felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að hefja þær viðræður á síðasta bæjarstjórnarfundi.

    • 1804381 – Barnavernd Hafnarfjarðar, beiðni um aukin stöðugildi

      Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri, mætir til fundar og kynnir starfsemi barnaverndar.

      Fjölskylduráð þakkar Helenu Unnarsdóttir fyrir kynninguna.

      Fjölskylduráð samþykkir að fjölga um eitt stöðugildi félagsráðgjafa í barnavernd án tafar og felur nýjum sviðsstjóra að yfirfara ósk deildarstjóra um frekari þörf á mönnun í deildinni í samræmi við framlagt minnisblað deildarstjóra á fundi ráðsins þann 24. janúar síðastliðinn. Þar sem ekki var gert ráð fyrir aukningu stöðugilda í barnavernd í fjárhagsáætlun 2023 er sviðsstjóra jafnframt falið að kanna hvort svigrúm sé innan fjárhagsáætlunar 2023 án þess að komi til viðauka. Fjölskylduráð óskar jafnframt eftir að fram fari mat á niðurstöðu úttektar sem unnin var á starfsemi barnaverndar fyrir rúmu ári þar sem fram komi hvernig vinna við endurbætur og innleiðingu á breytingum hefur gengið.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka deildarstjóra barnaverndar kynninguna á starfsemi barnaverndar. Við styðjum það að nú þegar verði fjölgað um eitt stöðugildi en teljum mikilvægt að hraða vinna við að leysa mönnun á barnaverndinni í samræmi við erindi deildarstjóra barnaverndar Hafnarfjarðar á síðasta fundi ráðsins.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri, mætir til fundar og kynnir samning um samræmda móttöku.

      Fjölskylduráð þakkar Ægi Erni Sigurgeirssyni fyrir kynninguna.

    • 2109732 – Umdæmisráð barnaverndar

      Lagt fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2301645 – Húsnæðismál, fyrirspurn

      Lögð fram svör við fyrirspurn Samfylkingarinnar.

      Lagt fram.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka starfsmönnum framlögð svör. Ljóst er að þung staða er í húsnæðismálum í Hafnarfirði, ekki síst þeim sem snúa að fjölskylduráði. Í dag eru 190 umsóknir á biðlista eftir félagslegum íbúðum í Hafnarfirði og þar af eru 74 þeirra metnar í brýnni þörf. Einnig eru 35 umsóknir eftir húsnæði fyrir fatlað fólk og 14 þeirra teljast í brýnni þörf. Fram kemur að Hafnarfjörður er með 282 íbúðir í félagslega kerfinu en hægt hefur gengið að fjölga íbúðum í kerfinu en á sl. þremur árum hefur þeim fjölgað um þrjár á ári. Ánægjulegt er þó að sjá að Íbúðafélagið Bjarg muni afhenda um 116 íbúðir á þessu ári og þar af verði sjö íbúðir hluti af félagslega íbúðarkerfinu hjá Hafnarfjarðarbæ. Á því sést vel hversu mikilvægt öflugt samstarf við óhagnaðardrifin félög er varðandi húsnæðisuppbyggingu. Þess vegna eru það vonbrigði að sjá að þeim 1000 íbúðum sem eru á framkvæmdastigi í Hafnarfirði er einungis 12% þeirra í uppbyggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Í nýgerðu samkomulagi Reykjavíkurborgar við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir hönd ríkisins er skýrt kveðið á um að 30% allra nýrra íbúða í Reykjavík verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5% af öllum nýjum íbúðum verði félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafnaði hins vegar tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samning við ríkið á þessum grunni á síðasta bæjarstjórnarfundi.

    Fundargerðir

Ábendingagátt