Fjölskylduráð

7. mars 2023 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 484

Mætt til fundar

  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Snædís K. Bergmann varamaður

Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Kynning

    Almenn erindi

    • 1804381 – Barnavernd Hafnarfjarðar, beiðni um aukin stöðugildi

      Sviðsstjóri leggur fram minnisblað.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að leggja fram viðauka vegna aukins stöðugildis í barnavernd í samræmi við framlagt minnisblað. Áfram verður unnið að skoðun á þörf fyrir aukin stöðugildi í samræmi við erindi deildarstjóra barnaverndar frá 24. janúar síðastliðnum.

    • 2302711 – NPA samningar

      Lagt fram erindi frá félagsmálaráðuneytinu.

      Lagt fram til kynningar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ljúki gerð nýrra verklagsreglna vegna NPA samninga eins fljótt og auðið er. Þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins og þeir fjármunir eiga að nýtast fólki sem þarf á þjónustunni að halda í stað þess að liggja ónýttir í hirslum ráðuneytisins. Alltof oft gerist það að seinagangur stjórnvalda og ágreiningur ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins veldur því að fólk með fötlun verður að bíða eftir þeirri þjónustu sem það á sannarlega rétt á og það er óásættanlegt.

    • 2302545 – Börn með fjölþættan vanda - fyrirspurn

      Lögð fram svör við fyrirspurn.

      Lagt fram.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur fram bókun: „Viðreisn þakkar fyrir afar greinargóð og skýr svör. Viðreisn leggur á það áherslu að ríkið taki meiri þátt í þessum málaflokki og að samstarf við sveitarfélögin verði eflt til muna, þannig að kostnaðarskiptingin sé sanngjörn. Það er grafalvarlegt að mál sem þetta hafi átt sér stað og að verklagi hafi ekki verið fylgt til hins ítrasta, þrátt fyrir samninga um annað. Því er afar ánægjulegt að til standi að samræma vinnulag á milli sveitarfélaga í þessum málum og að þannig verði kröfur til starfseminnar skýrari. Viðreisn hefur lengi talað fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í hinum ýmsu málaflokkum og því teljum við þetta vera gott skref í rétta átt.”

    Fundargerðir

Ábendingagátt