Fjölskylduráð

5. desember 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 124

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Umsóknir

  • 0712013 – Jólastyrkur 2007.

   Lögð fram tillaga félagsþjónustunnar um jólastyrki 2007.

   Fjölskylduráð samþykkir tillöguna.

  Almenn erindi

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum 24/2007, 25/2007 og 26/2007.

   Niðurstaða málskotsnefnar staðfest.

  • 0711100 – Geðfatlaðir, átak í búsetumálum

   Lagt fram minnisblað dags. 30. nóv. sl. um átak í búsetumálum geðfatlaðra.

  • 0710111 – Our life as elderly (OLE)

   Sviðstjóri greindi frá því að umsókn um framhald verkefnisins Our life as elderly væri í biðstöðu og ekki að vænta frekari tíðinda af afdrifum málsins fyrr en á vordögum 2008.

  • 0703184 – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðarbæjar

   Lögð fram ýmis gögn s.s. innsendar athugasemdir varðandi fjölskyldustefnuna. Drög að fjölskyldustefnu yfirfarin.

  • 0712016 – Fjárhagsáætun 2008.

   Óbókaður fundur vegna fjárhagsáætlunar var haldinn 14. nóv. sl.

   Fjölskylduráð samþykkir að vísa umfjöllun um fjárhagsáætlun 2008 vegna 02,05,06 og 13 til bæjarráðs.

  • 0712017 – Þjónustuíbúðir og sambýli eldri borgara.

   Lagðar fram hugmyndir Hafnar um skipulag á Sólvangssvæði. Tillögurnar eru unnar af “Á stofunni arkitektar” og dagsettar 14. nóv. sl.

  • 0702118 – Hreyfing fyrir alla

   Lagðar fram fundargerðir 4 og 5 í verkefninu “Hreyfing fyrir alla”, skjölin, bréf með breyttum spurningalista og spurningalisti fyrir Hafnarfjörð fylgja fundargerð nr. 5.

  Fundargerðir

  • 0712018 – Fundargerðir stjórnar Hafnarborgar frá 13. ágúst, 10. sept., 5. nóv. og 3. des. sl.

   Fjölskylduráð óskar eftir því að forstöðumaður Hafnarborgar mæti á fund ráðsins í upphafi næsta árs.%0DFjölskylduráð staðfestir fundargerðirnar.

Ábendingagátt