Fjölskylduráð

6. febrúar 2008 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 128

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Almenn erindi

    • 0711070 – Lögreglan hegningarlagabrot%0Dskemmtanahald í íþróttamannvirkjum

      Að gefnu tilefni ítrekar fjölskylduráð fyrri bókun sína frá 7. nóv. sl. og bókun forvarnarnefndar frá 15. nóv. sl., svohljóðandi:%0D”Vínveitingaleyfi í íþróttamannvirkjum er aðeins veitt vegna árshátíðar eða skemmtana eigenda mannvirkjanna og vegna leigu þeirra til lokaðra einkasamkvæma. %0DEinnig árétta nefndirnar að á þessum lokuðu samkvæmum og skemmtunum skuli farið eftir lögum og reglum er varða aldur gesta, tóbaksvarnir og öryggismála.%0DÍþróttafulltrúa og forvarnafulltrúa er falið að ræða við bæjarlögmann og forsvarsmenn íþróttamannvirkjanna.”

    • 0704171 – Forvarnarstefna, endurskoðun

      Lögð fram ný drög að forvarnarstefnu Hafnarfjarðar.

    • 0802001 – Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum

      Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun í barnavernd í Hafnarfirði til ársins 2010.

    • 0802004 – Alþjóðahús -Þjónustusamningur 2008

      Lagður fram til kynningar samningur um þjónustu Alþjóðahússins ehf. við Hafnarfjarðarbæ fyrir árið 2008.%0DLagt er til að Anna Jörgensdóttir verði fulltrúi Hafnarfjarðar í samstarfsráði.

Ábendingagátt