Fjölskylduráð

20. febrúar 2008 kl. 08:15

í félagsþjónustunni

Fundur 129

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Kynning

  • 0802106 – Félagsþjónustan

   Til fundarins mætti Sæmundur Hafsteinsson, forstöðumaður félagsþjónustu og gerði grein fyrir starfsemi félagsþjónustunnar og helstu áherslum á árinu 2008.

  Almenn erindi

  • 0802060 – Fatlaðir, þjónusta 2008-2010

   Lagt fram erindi frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, dags. 5. febr. sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ um fyrirhugaðar framkvæmdir eða aðgerðir sem varða þjónustu við fötluð börn og/eða fullorðna á árunum 2008-2010.

  • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

   Kaup á félagslegum leiguíbúðum skv. heimild í fjárhagsáætlun 2008.

   Fjölskylduráð samþykkir að beina því til Framkvæmdaráðs að hafinn verði undirbúningur kaupa á leiguíbúðum í samræmi við fjárheimildir. Við kaup á íbúðum verði sérstaklega horft til dreifingar og að þær falli að þörfum eins og þær eru skilgreindar af Félagsþjónustunni.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lagt fram yfirlit Vinnumálastofnunar yfir atvinnuástandið í janúar 2008.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 1/2008, 2/2008 og 3/2008.%0DEinnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu í máli gegn fjölskylduráði, dags. 4. febrúar sl.

   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu málskotsnefndar.

  Umsóknir

  • 0802108 – Götusmiðjan, tillaga að samstarfi á rekstri Götuskjóls og Götuheimilis

   Lagt fram erindi frá Guðmundi Tý Þórarinssyni, dags. í febr. 2008, ósk um samstarf bæjarfélagsins og Götusmiðjunnar við að koma á fót og reka víðtæk úrræði fyrir ungt fólk í vanda.

   Vísað til félagsþjónustu og forvarnarnefndar.%0DJafnframt telur ráðið eðlilegt að málið verði tekið til umfjöllunar hjá SSH.

Ábendingagátt