Fjölskylduráð

5. mars 2008 kl. 08:15

í Mjósundi 10

Fundur 130

Ritari

  • Geir Bjarnason Forvarnafulltrúi
  1. Kynning

    • 0703031 – Forvarnarmál

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi, og gerði grein fyrir starfseminni í málaflokknum og helstu áherslum á árinu 2008.

    • 0802178 – Æskulýðsmál

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi, og gerði grein fyrir starfsáætlun tveggja félagsmiðstöðva og helstu áherslum hjá félagsmiðstöðvum á árinu 2008.

    • 0711070 – Lögreglan hegningarlagabrot, skemmtanahald í íþróttamannvirkjum

      Til fundarins mætti Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður, og gerði grein fyrir stöðu málsins.

      Íþróttafélögum verði kynnt samþykkt fjölskylduráðs sbr. samþykkt forvarnarnefndar.

    Umsóknir

    • 0702184 – Hafnfirskar húsmæður, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði, dags. 14. febrúar sl., þar sem óskað er eftir fjárstyrk til orlofsdvalar fyrir hafnfirskar húsmæður sumarið 2008.

      Í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir kr. 910.000.- til orlofsdvalar fyrir hafnfirskar húsmæður.%0DTakist af lykli 02-704-9710.

    Almenn erindi

    • 0802071 – Samband íslenskra sveitarfélaga, stefnumótun í málefnum innflytjenda

      Á fundi bæjarráðs, þ. 21. febr. sl., var óskað eftir umsögn/upplýsingum frá fjölskylduráði varðandi málefnið.

Ábendingagátt