Fjölskylduráð

18. júní 2008 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 137

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0801097 – Fatlaðir, málefni

      Til fundarins mætti Margrét Erlendsdóttir og gerði grein fyrir uppbyggingu skýrslu um málefnið sem hún vinnur að fyrir bæjarfélagið.

    • 0805250 – Ungt fólk 2007, framhaldsskólar

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason og gerði grein fyrir niðurstöðum úr rannsókninni Ungt fólk 2007, framhaldsskólanemar, menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi.

    Almenn erindi

    • 0806061 – Heilsustefna (Public Health Policy) út árið 2009, aðgerðaáætlun

      Lögð fram ýmis gögn frá heilbrigisráðuneytinu varðandi málefnið.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lagt fram yfirlit Vinnumálastofnunar yfir atvinnuástandið í maí 2008.

    • 0710111 – Our life as elderly (OLE)

      Sviðsstjóri greindi frá því að endurskoðuð umsókn um framhald verkefnisins OLE hefur verið samþykkt. %0D%0D

    • 0804210 – Sjúkraþjálfarinn ehf, starfsendurhæfing

      Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála og því m.a. að stefnt væri að undirbúningsstofnfundi 25. júní og unnið væri að kynningarmálum og öflun stofnaðila.%0D%0D

    • 0806104 – Húsaleigubætur, samkomulag

      Lagt fram bréf frá Samgönguráðuneytinu, dags. 11. júní sl.; samkomulag um húsaleigubætur og greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs.

      Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:%0D”Með tilliti til þeirrar reynslu sem fengist hefur af greiðslu sérstakra húsaleigubóta frá 1. september sl. samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí nái réttur til þessara bóta til þeirra sem eru með 6-10 stig á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ skv. matslista Félagsþjónustunnar og sannanlega eru leigjendur á hinum almenna leigumarkaði. Jafnframt öðlist allir þeir sem fá 5 stig skv. fjárhagslegum mælikvarða m.v. sama matslista rétt til sérstakra húsaleigubóta.”%0D

    • 0701243 – Málskot

      Fjölskylduráð samþykkir að heimila málskotsnefnd fullnaðarafgreiðslu málskota á meðan sumarleyfi fjölskylduráðs stendur. %0DÍ málskotsnefnd sitja frá 1. júlí: Guðmundur Rúnar Árnason, Guðfinna Guðmundsdóttir og María Kristín Gylfadóttir.

    Umsóknir

    • 0806046 – Hringsjá náms- og starfsendurhæfing, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfinu, dags. 5. júní sl., þar sem leitað er eftir fjárhagslegum stuðningi við starfsemina.

    Fundargerðir

    • 0711007 – Hafnarborg fundur stjórnar

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Hafnarborgar frá 19. maí og 9. júní sl.

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðirnar.

Ábendingagátt