Fjölskylduráð

13. ágúst 2008 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 138

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0708056 – Fjölskylduráð, kosning aðal- og varamanna

      Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þ. 10. júní 2008 voru eftirtaldir kosnir sem aðal- og varamenn í fjölskylduráð:%0D%0DAðalmenn:%0DGuðmundur Rúnar Árnason, Eyrarholti 10%0DGuðfinna Guðmundsdóttir, Birkihvammi 5%0DRagnheiður Ólafsdóttir, Kvistabergi 1%0DMaría Kristín Gylfadóttir, Brekkuhvammi 4%0DSigurður Magnússon, Hringbraut 63%0DVaramenn:%0DMargrét Þórisdóttir, Klukkubergi 23%0DAnna Jóna Kristjánsdóttir, Tunguvegi 2%0DMagnús Árnason, Ölduslóð 28%0DÞórdís Bjarnadóttir, Heiðvangi 80%0DGréta Pálsdóttir, Álfaskeiði 97%0D%0DÁ áðurnefndum fundi bæjarstjórnar var Guðmundur Rúnar Árnason kosinn formaður ráðsins.%0D

    Almenn erindi

    • 0708057 – Fjölskylduráð, kosning varaformanns

      Gengið til kosninga um varaformann fjölskylduráðs.%0D%0DKosningu hlaut Guðfinna Guðmundsdóttir með fjórum samhljóða atkvæðum.%0D

    • 0808035 – Starfshættir fjölskylduráðs

      Reglulegir fundir ráðsins verða annan hvorn miðvikudag kl. 8:15.

    • 0711100 – Geðfatlaðir, átak í búsetumálum

      Þjónustusamningur vegna Straumhvarfaverkefnis. %0DLögð fram fyrstu drög að samningi um búsetuúrræði og þjónustu fyrir geðfatlaða milli félags- og tryggingamálaráðuneytis og Hafnarfjarðarbæjar.%0D%0DSviðsstjóri kynnti drögin og gerði grein fyrir viðræðum við ráðuneytið.%0D%0D

    • 0710111 – Our life as elderly (OLE)

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Verkefnið hefur verið samþykkt og samningar frágengnir. Nánari undirbúningur og úrvinnsla nokkurra framkvæmdaatriða bíður fyrsta fundar verkefnisstjórnar sem verður haldinn í Hafnarfirði í september nk.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lagt fram yfirlit Vinnumálastofnunar yfir atvinnuástandið í júní 2008.

    • 0702243 – Barnaverndarmál

      Lögð fram yfirlit Barnaverndarstofu yfir barnaverndarmál í apríl, maí og júní 2008.

    • 0708053 – Fjárhagsbókhald, staðan á lyklum fjölskyldusviðs

      Sviðsstjóri lagði fram yfirlit um málaflokka 02, 05 og 06 fyrir tímabilið janúar-júlí 2008.

    • 0808036 – Hraunsel, félagsmiðstöð

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir viðræðum við stjórn FEBH varðandi ýmis málefni sem lúta að starfsemi og rekstri Hraunsels.

    • 0808038 – eGos verkefnið

      Verkefnið er styrkt af CIP (Competitiveness and Innovation Programme) ESB og til þriggja ára og er ætlunin að það hefjist í september. Því er ætlað að bjóða upp á rafræna fjar-ráðgjöf (náms- og starfsráðgjöf) og er áherslan einkum á hópa fólks sem ekki eiga greiðan aðgang að ráðgjöf annars staðar. %0D

      Fjölskylduráð samþykkir þátttöku í verkefninu.

    • 0808037 – Foreldragreiðslur

      Lögð fram niðurstaða starfshóps um aukin leikskóla- og daggæsluúrræði yngri barna hjá öðrum en dagforeldrum.

      Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:%0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fram lagðar tillögur um breytingar á reglum um niðurgreiðslur gjalda fyrir dvöl barna hjá dagforeldrum.”%0D%0DFulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar bókað:%0DÉg fagna því að verið sé að auka við úrræði vegna niðurgreiðslu við gæslu barna.%0DHefði viljað að gengið yrði lengra og svohljóðandi tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 19.9.2006 væri samþykkt:%0D”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að teknar verði aftur upp mánaðarlegar greiðslur til foreldra ungra barna í Hafnarfirði. Greiddar verði 30.000 krónur með hverju barni frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barnið hefur fengið leikskólavist. Nemur upphæðin sömu fjárhæð og niðurgreiðsla bæjarfélagsins til átta tíma vistunar hjá dagforeldri sem öll börn eiga rétt á. Lagt er til að greiðslurnar verði teknar upp 1. janúar 2007.”%0D%0DFulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka:%0DÞverfaglegur starfhópur, skipaður fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn, hefur fjallað um tillögu Sjálfstæðisflokksins og komist að þeirri niðurstöðu að leggja beri áherslu á að lengja fæðingarorlof, fjölga leikskólarýmum fyrir yngri börn og tryggja samfellda þjónustu. %0D%0D

    Umsóknir

    • 0807199 – Frístundir Ísland, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Frístundum Íslands, dags. 23. júlí sl., umsókn um styrk.

Ábendingagátt