Fjölskylduráð

8. október 2008 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 142

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0709100 – Menningar- og ferðamál

      Til fundarins mætti Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi og gerði grein fyrir starfseminni í málaflokknum.

    • 0804210 – Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar

      Til fundarins mætti Anna Guðný Eiríksdóttir og gerði grein fyrir starfseminni.

    Almenn erindi

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 13/2008 og 14/2008.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 0702243 – Barnaverndarmál

      Lagt fram yfirlit yfir barnaverndarmál í ágúst 2008.

    • 0810149 – Félagsleg aðstoð

      Fjölskylduráð samþykkir að fela sviðsstjóra að styrkja upplýsinga- og ráðgjafarþjónustu Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði. Leita skal samráðs og samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir eftir því sem henta þykir og eðli máls samkvæmt.

    Umsóknir

    • 0710066 – Styrkbeiðnir til fjölskylduráðs

      Lagðar fram fyrirliggjandi styrkbeiðnir til fjölskylduráðs fyrir árið 2008.

Ábendingagátt