Fjölskylduráð

22. júní 2011 kl. 10:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 204

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Gunnar R Sigurbjörnsson sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1105210 – Sviðsstjóri fjölskylduþjónustu, ráðning

      Nýr sviðsstjóri mætti til fundarins.$line$Á fundi bæjarstjórnar þ. 15. júní sl. var samþykkt að ráða Rannveigu Einarsdóttur félagsráðgjafa sem sviðsstjóra fjölskylduþjónustu.

    • 1106170 – Ungt fólk 2010, framhaldsskólanemar

      Rannsóknirnar Ungt fólk eru rannsóknir á högum, líðan og aðstæðum ungs fólks sem gerðar hafa verið reglubundið frá árinu 1992 í mismunandi aldurshópum ungmenna. Í þessari skýrslu er athyglinni beint að samanburði við rannsóknirnar frá árunum 2004 og 2007, en líta má á rannsóknina Ungt fólk 2010 sem beint framhald þeirra.$line$Lagt fram til kynningar.

    • 1104105 – ÍBH, 47. þing - kynning á samþykktum

      Til fundarins mætti Elísabet Ólafsdóttir frá ÍBH og kynnti samþykktir þingsins.

    • 0705196 – Sólvangur

      Formaður fjölskylduráðs gerði grein fyrir stöðunni í vinnu starfshópsins sem skipaður var í framhaldi af tillögu bæjarstjórnar 20. apríl sl.

    Almenn erindi

    • 1106059 – Fatlaðir, málefni, eignarhald og leiga fasteigna

      Til fundarins mættu Atli Þórsson, Haukur Haraldsson og Hrönn Hilmarsdóttir frá félagsþjónustunni.$line$Lögð fram bókun bæjarráðs frá 9. júní sl. varðandi málið.

      Í starfshópinn er Atli Þórsson skipaður frá fjölskyldusviði.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í maí sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. þrettán mánuði.

Ábendingagátt