Fjölskylduráð

6. júlí 2011 kl. 10:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 205

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Gunnar R Sigurbjörnsson sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0708056 – Fjölskylduráð, kosning aðal- og varamanna

      Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þ. 29. júní sl. voru eftirtaldir kosnir sem aðal- og varamenn í fjölskylduráð:$line$Aðalmenn:$line$Gunnar Axel Axelsson, Brekkugötu 18$line$Guðný Stefánsdóttir, Stekkjarhvammi 3$line$Birna Ólafsdóttir, Hólabraut 2$line$Geir Jónsson, Burknavöllum 1c$line$Elín Óladóttir, Hellisgötu 35$line$$line$Varamenn:$line$Kristín Gunnbjörnsdóttir, Sléttahrauni 30$line$Geir Guðbrandsson, Suðurholti 12$line$Jóhanna Marín Jónsdóttir, Álfaskeiði 78$line$Axel Guðmundsson, Drekavöllum 28$line$Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu 67$line$$line$Á áðurnefndum fundi bæjarstjórnar var Gunnar Axel Axelsson kosinn formaður ráðsins.$line$

    • 0901150 – Áfengisauglýsingar

      Að gefnu tilefni ítrekar fjölskylduráð samþykkt ráðsins frá 2006 varðandi birtingu áfengisauglýsinga. Leggur ráðið áherslu á að í samningum um birtingu auglýsinga á vegum sveitarfélagsins sé kveðið á um að undanbragðalaust sé farið eftir lögum og reglum um bann við birtingu áfengisauglýsinga.

    Almenn erindi

    • 0708057 – Fjölskylduráð, kosning varaformanns

      Gengið til kosninga um varaformann fjölskylduráðs.

      Birna Ólafsdóttir var kosin varaformaður með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.

    • 1105497 – Evrópusamstarf, BADY

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.$line$Lagt fram minnisblað.

    • 1003470 – Strætó, innanbæjarakstur

      Lögð fram umsögn sviðsstjóra. $line$Einnig lögð fram umsögn ungmennaráðs.

      Fjölskylduráð gerir umsögn sviðsstjóra að sinni.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

      Lagðar fram umsagnir um sameiningu félagsmiðstöðva og heilsdagsskóla, m.a. frá menntavísindasviði HÍ,ungmennaráði og forstöðumönnum félagsmiðstöðva.

      Fjölskylduráð þakkar umsagnaraðilum fyrir gagnlegar umsagnir og athugasemdir sem borist hafa ráðinu. Tekur ráðið undir það sjónarmið að huga þurfi sérstaklega að faglegri og stjórnunarlegri stöðu frístundastarfsins, þannig verði lögð meiri áhersla á faglega fjölbreytni með það að markmiði að auka gæði þeirrar þjónustu sem börnunum er veitt. $line$Leggur ráðið jafnframt áherslu á mikilvægi og ótvírætt gildi þverfaglegrar samvinnu allra þeirra sem koma að starfi með börnum og tekur að því leyti undir þau sjónarmið sem m.a. koma fram í umsögn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um mikilvægi þess að mótuð verði skýr stefna til framtíðar í málefnum frístundastarfsins. Tekur ráðið einnig undir ábendingar þess efnis að leita eigi leiða til aukinnar samþættingar í stefnumótun skóla? og frístundastarfsins, með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. $line$$line$Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að gerð sé tilraun í einum skóla næsta skólaár með sameiningu félagsmiðstöðva og heilsdagsskóla undir forræði ÍTH. Samhliða verði gerð úttekt á starfi heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva í öðrum skólum bæjarins. Framhaldið verði síðan ákveðið í ljósi niðurstaðna úr ofangreindri vinnu.$line$$line$Bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$Fulltrúar meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna leggja áherslu á að tekið sé tillit til þeirra athugasemda sem fram koma í umsögn Ungmennaráðs, m.a. um mikilvægi þess að skil séu á milli skóla- og frístundastarfs barna og unglinga. Einnig leggja fulltrúar meirihlutans áherslu á að ef af breytingum verði þá verði innleiðing þeirra í eins góðu samstarfi og sátt við starfsfólk og unnt er og ákvörðun þar að lútandi verði flýtt eins og kostur er svo þeirri óvissu sem ríkt hefur um framtíðarfyrirkomulag þessa málaflokks ljúki.

    • 11032700 – Sundhöll Hafnarfjarðar, rekstur

      Lögð fram samantekt forstöðumanns.

      Fjölskylduráð beinir því til sviðsins að leitað verði leiða til að mæta frávikum frá samþykktri fjárhagsáætlun með hagræðingu í rekstri málaflokksins. $line$Leggur ráðið jafnframt til að opnunartími sundstaða verði tekinn til endurskoðunar fyrir gerð fjárhagsáætlunar ársins 2012. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

    • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Tillögurnar lagðar fram.

    • 0909150 – Velferðarvaktin

      Lögð fram áfangaskýrsla Velferðarvaktarinnar – júní 2011.

    • 10101162 – Landspítali Hafnarfirði

      Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 30. júní sl. ásamt minnisblaði frá Landspítala, dags. 14. júní sl., varðandi stöðu mála á þeim hluta Landspítala sem áður var St. Jósefsspítali.

      Formaður fjölskylduráðs gerði grein fyrir nýlegum viðræðum við Velferðarráðherra vegna stöðu mála tengdum rekstri Sólvangs og St. Jósefsspítala og niðurstöðu þeirra viðræðna. Fyrir liggur ákvörðun ráðherra um að skipa starfshóp með fulltrúum ráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar, sem fær það hlutverk að yfirfara skýrslu um heildstæða öldrunarþjónustu frá árinu 2006, leggja mat á stöðu mála í dag og móta drög að aðgerðaráætlun til næstu ára. Formlegrar óskar um tilnefningu að hálfu sveitarfélagsins er að vænta.

    • 1103256 – Rekstraryfirlit fjölskyldusviðs

      Lagt fram rekstraryfirlit fjölskyldusviðs fyrir 5 fyrstu mánuði ársins.

    • 1009159 – Barnavernd

      Lögð fram til kynningar greinargerð, sem unnin var af Capacent, fyrir Kópavog, Hafnarfjörð og Garðabæ,um bakvaktir í barnaverndarmálum.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 29/2011 og 30/2011.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 0906017 – Málskotsnefnd

      Tilnefning í málskotsnefnd.$line$

      Eftirtalin eru tilnefnd til setu í málskotsnefnd:$line$$line$Geir Jónsson, Gunnar Axel Axelsson og Birna Ólafsdóttir.$line$ $line$Jafnframt samþykkir fjölskylduráð að heimila málskotsnefnd fullnaðarafgreiðslu málskota í sumarleyfi fjölskylduráðs.

Ábendingagátt