Fjölskylduráð

24. ágúst 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 206

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir varamaður
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 10101162 – Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)

      Tilnefning í starfshóp velferðarráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar vegna öldrunarþjónustu í bænum.

      Tilnefndir eru frá Hafnarfjarðarbæ Geir Jónsson og Gunnar Axel Axelsson.$line$Tilnefndur frá öldungaráði er Gylfi Ingvarsson.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

      Til fundarins mætti Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sviðsstjóri stjórnsýslu, og gerði grein fyrir framkvæmdinni við sameiningu félagsmiðstöðva og heilsdagsskóla.

      Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka bókun frá 6. júlí sl. og taka undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði 22. ágúst sl. svohljóðandi:$line$”Hver er heildarsparnaður fræðslusviðs við færslu heilsdagskólans til fjölskyldusviðs?$line$$line$Hver er áætlaður kostnaður bæjarins vegna starfsloka forstöðumanna heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva í kjölfar uppsagna þeirra?$line$$line$Mun fagleg stefna um frístundamál Hafnarfjarðar liggja fyrir á næstunni?”$line$$line$Einnig lýsum við yfir miklum áhyggjum yfir framkvæmd á ákvörðun bæjarráðs frá 7. júlí sl. og óskum eftir að farið verði ítarlega yfir framkvæmdina á næsta fundi.$line$$line$Geir Jónsson (sign)$line$Guðrún Jónsdóttir (sign)$line$$line$$line$Bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$Þann 7. júlí sl. samþykkti bæjarráð samhljóða að færa málefni þeirrar frístundaþjónustu sem í daglegu tali hefur verið nefnd heilsdagsskóli frá fræðsluþjónustu yfir til fjölskylduþjónustu. Ákvörðunin var í samræmi við yfirlýsta stefnu bæjaryfirvalda um eflingu þessa málaflokks. Yfirlýst markmið breytinganna er að tryggja faglegan og rekstrarlegan grundvöll frístundaþjónustunnar. $line$Ákvörðunin var tekin í framhaldi af ítarlegu samráðsferli þar sem m.a. var haldinn opinn fundur með foreldrum og starfsfólki. Þau ráð og þær nefndir sem fjalla um málefni barna og ungmenna tóku virkan þátt í ummræðunni um málið, bæði sitt í hvoru lagi og einnig á sérstökum sameiginlegum fundi fjölskylduráðs, fræðsluráðs og íþrótta og tómstundanefndar. Leitað var umsagna frá hagsmunaaðilum og einnig frá menntavísindasviði Háskóla Íslands, frá Ungmennaráði, skólastjórnendum og jafnframt bárust umsagnir og athugasemdir frá fleiri aðilum, m.a. forstöðumönnum félagsmiðstöðva.$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa yfir fullu trausti til þeirra starfsmanna sem komið hafa að undirbúningi og framkvæmd breytinganna.

    • 1107225 – Daggæsla barna í heimahúsum

      Gerð grein fyrir flutningi málaflokksins, frá fjölskyldusviði til fræðslusviðs, sem samþykktur var í bæjarráði þ. 11. ágúst sl.

    Almenn erindi

    • 0702243 – Barnaverndarmál, fjöldi tilkynninga

      Lögð fram yfirlit félagsþjónustu yfir barnaverndartilkynningar í Hafnarfirði í janúar, febrúar, mars og apríl 2011.

    • 0901125 – Fjárhagsaðstoð

      Lagt fram yfirlit félagsþjónustu yfir fjárhagsaðstoð frá 2007 – ág. 2011, fjöldi og upphæðir.

    • 1004557 – Atvinnumiðstöðin, kynning

      Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla Atvinnumiðstöðvar Hafnarfjarðar eftir eins árs starfsemi.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lagðar fram til kynningar skýrslur Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í júní og júlí sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði í júní og júlí 2011.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 31/2011 og 32/2011.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

Ábendingagátt