Fjölskylduráð

7. september 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 207

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1103256 – Rekstraryfirlit fjölskyldusviðs

      Til fundarins mætti Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri og gerði grein fyrir rekstraryfirliti sviðsins fyrir mánuðina jan. – júní 2011. Atli Þórsson frá félagsþjónustunni sat einnig fundinn undir þessum lið.

    • 1109008 – Lengd viðvera fatlaðra framhaldsskólanema

      Atli Þórsson og Hrönn Hilmarsdóttir frá félagsþjónustunni gerðu grein fyrir úrræðinu.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirhugað úrræði og vísar því til bæjarráðs.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

      Til fundarins mætti Ellert B. Magnússon og gerði grein fyrir framkvæmdinni við sameiningu félagsmiðstöðva og heilsdagsskóla.

    • 0703184 – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðarbæjar

      Guðný Stefánsdóttir og Elín S. Óladóttir gerðu grein fyrir vinnu starfshóps um endurskoðun stefnunnar.

    • 0806097 – Heimasíða Hafnarfjarðarbæjar

      Til fundarins mætti Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi.

      Fjölskylduráð áréttar mikilvægi þess að upplýsingar um þjónustu séu aðgengilegar á heimasíðu bæjarins og settar verði inn upplýsingar um málefni fatlaðs fólks hið allra fyrsta.

    Fundargerðir

    • 1108015F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 137

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 31. ágúst sl.

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt