Fjölskylduráð

21. september 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 208

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1109008 – Lengd viðvera fatlaðra framhaldsskólanema

      Á fundi sínum þ. 8. sept. sl. staðfesti bæjarráð afgreiðslu fjölskylduráðs varðandi úrræðið.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti óbreytta gjaldtöku fyrir úrræðið, kr. 14.000 á mánuði, og vísar málinu til bæjarráðs.

    • 1109226 – Atvinnutengd endurhæfing, Þjónustusamningur

      Til fundarins mætti Guðríður Guðmundsdóttir frá félagsþjónustu og gerði grein fyrir fyrirhuguðum samningi Velferðarráðuneytisins og nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi úrræðið.

    • 1109067 – SSH framtíðarhópur, félagslegt húsnæði

      Á fundi sínum þ. 8. sept. sl. vísaði bæjarráð málinu til kynningar í fjölskylduráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.$line$Til fundarins mætti Sigurður Haraldsson frá Fasteignafélaginu.

    • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

      Á fundi sínum þ. 8. sept. sl. vísaði bæjarráð málinu til kynningar í fjölskylduráði.

    • 1109076 – SSH framtíðarhópur, barnavernd

      Á fundi sínum þ. 8. sept. sl. vísaði bæjarráð málinu til kynningar í fjölskylduráði og barnaverndarnefnd.

    Almenn erindi

    • 1006252 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Starfshópur vinnur að gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar.$line$Umræður.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 33/2011, 34/2011, 35/2011, 36/2011

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 0703184 – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðarbæjar

      Endurskoðun stefnunnar stendur yfir. Umræður.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í ágúst sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    Fundargerðir

    • 1109009F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 138

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14. sept. sl.

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt