Fjölskylduráð

5. október 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 209

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
 • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Kynning

  • 0706123 – Vímuefnarannsókn

   Til fundarins mætti Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum nýrrar könnunar Rannsókna og greiningar varðandi vímuefnaneyslu nemenda í 8. – 10. bekk.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1008028 – Heilsueflandi framhaldsskóli, verkefni

   Lagt fram til kynningar erindi frá Flensborgarskólanum sem barst í tölvupósti, dags. 20. sept. sl., varðandi setu fulltrúa bæjarins í stýrihópi HeF.

   Fjölskylduráð tilnefnir Geir Bjarnason sem fulltrúa bæjarins í stýrihóp HeF.

  • 10021775 – Deiglan, atvinnu- og þróunarsetur

   Kynntur núgildandi samningur um virkniúrræði fyrir atvinnuleitendur í Hafnarfirði á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Rauða krossins, en hann rennur út um nk. áramót. $line$Einnig lögð fram stöðuskýrsla verkefnisstjóra Deiglunnar dags. sept. 2011.

   Til kynningar.

  • 0703184 – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðarbæjar

   Skipað hefur verið í starfshóp varðandi gerð nýrrar fjölskyldustefnu. Starfshópinn skipa Guðný Stefánsdóttir, Elín S. Óladóttir, ..$line$Lagt fram erindisbréf starfshópsins.$line$

   Fjölskylduráð samþykkir að starfshópur um framkvæmdaáætlun í barnavernd vinnu með starfshóp um gerð nýrrar fjölskyldustefnu.

  • 1109346 – Velferðarráðuneytið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB). Málþing.

   Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) í samstarfi við velferðarráðuneytið stendur f. málþingi fimmtudaginn 20.október nk. um stefnumótun og stefnuvinnu í þjónustu við fatlað fólk.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1109363 – Velferðarráðuneytið, staða skuldara á Norðurlöndum, ný skýrsla.

   Lögð fram skýrsla velferðarráðherra um stöðu skuldara á Norðurlöndum.

   Lagt fram til kynningar.

  Almenn erindi

  • 1110016 – Atvinnumál ungs fólks

   Lögð fram drög að skýrslu starfshóps um atvinnumál ungs fólks.

   Lagt fram til kynningar.

  • 0901125 – Fjárhagsaðstoð

   Lagðar fram tölulegar upplýsingar, frá Félagsþjónustunni, um fjárhagsaðstoð o.fl. frá jan. – ágúst 2011.

   Lagt fram til kynningar.

  • 0804210 – Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar, vettvangsferð ráðsins.

   Í lok fundar fór fjölskyldurráð í vettvangsferð í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar.

  Fundargerðir

  • 1109020F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 139

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.9. sl.

   Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina

Ábendingagátt