Fjölskylduráð

19. október 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 210

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
  1. Kynning

    • 1110181 – Notendaráð

      Hrönn Hilmarsdóttir Félagsþjónustu mætti til fundarins og kynnti málið.

      Fjölskylduráð þakkar kynninguna, málið skoðað milli funda.

    • 1110180 – Atvinna með stuðningi (AMS)

      Lagt fram erindi frá Vinnumálastofnun dags. 14.okt. sl.

      Málinu vísað til gerð fjárhagsáætlunar.

    • 1110101 – NPA fyrir aldraða, tillaga hugmyndahóps ViVe

      Lagt fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.$line$Fjölskylduráð tekur undir hugmyndir hópsins og styður þau heilshugar í verkefninu.

    • 1109067 – SSH framtíðarhópur, félagslegt húsnæði

      Áður tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs þ. 21.sept. sl.

      „Fjölskylduráð leggur til að kannaðir verði kostir sameiningar fasteignafélaga um rekstur leiguíbúða sveitarfélaga á svæðinu. Mikilvægt er að tryggja aðkomu og ábyrgð félagsþjónustu hvers sveitarfélags að úthlutun húsnæðisins.“

    • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

      Áður tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs þ. 21.sept. sl.

      Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verður undirbúningshópur til að vinna áfram að tillögum framkvæmdahóps SSH um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Leggur ráðið áherslu á að samráð verði haft við hagsmunaaðila um allar breytingar sem kunna að verða á útfærslu og framkvæmd þjónustunnar.

    • 1109076 – SSH framtíðarhópur, barnavernd

      Áður tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs þ. 21.sept. sl.

      „Fjölskylduráð tekur undir sjónarmið um samstarf við nágrannasveitarfélög varðandi sameiginlegar bakvaktir í barnavernd og mælir með að haldið verði áfram að skoða kosti sameininga barnaverndarnefnda á svæðinu. „

    Almenn erindi

    • 0901125 – Fjárhagsaðstoð

      Lagðar fram tölulegar upplýsingar frá Félagsþjónustunni um fjárhagsaðstoð.

    Fundargerðir

    • 1110006F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 140

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina

Ábendingagátt