Fjölskylduráð

14. desember 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 215

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
 • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Almenn erindi

  • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

   Lagðar fram spurningar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjölskylduráði varðandi sameininguna.

   Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 0701041 – Fjárhagsaðstoð, reglur

   Lögð fram til kynningar greinargerð starfshóps varðandi reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð.

  • 1112025 – Vinnumarkaðsúrræði / fjárhagsaðstoð

   Lögð fram tvö minnisblöð frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Annað minnisblaðið er um hugmynd að fjármögnun vinnumarkaðsúrræða og aukinn kostnað sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar. Hitt minnisblaðið er um brottfall bráðabirgðaákvæðis um lengingu bótatímabils (þ.e. í 4 ár).

  • 0901125 – Fjárhagsaðstoð

   Lagðar fram tölulegar upplýsingar frá félagsþjónustunni um fjárhagsaðstoð í jan. – nóv. 2011.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 35-40/2011.

   Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í nóv. 2011.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagðar fram tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  Fundargerðir

  • 1112007F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 144

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 7. des. sl.

   Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt