Fjölskylduráð

25. janúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 217

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Axel Guðmundsson varamaður
 • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Kynning

  • 1108246 – Framkvæmd samnings SSH um samstarf vegna þjónustu við fatlað fólk

   Atli Þórsson rekstrarstjóri fjölskylduþjónustu mætti til fundarins.$line$Lögð fram ný drög að samningum milli sveitarfélaga um þjónustu hæfingarstöðva og verndaðra vinnustaða og um skammtímavistun.$line$Einnig lögð fram drög að vinnureglum um kostnaðarskiptingu.

   Fjölskylduráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs.

  • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

   Til fundarins mætti Ellert B. Magnússon og kynnti svör við spurningum fulltrúa Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði frá 14. des. sl. varðandi sameiningu félagsmiðstöðva og heilsdagsskóla.

  Almenn erindi

  • 1001167 – Námsflokkar Hafnarfjarðar, Miðstöð símenntunar

   Tekin fyrir skýrsla starfshóps sem skipaður var til að endurmeta hlutverk og markmið Námsflokka Hafnarfjarðar-Miðstöðvar símenntunar og vísað var frá fræðsluráði til skoðunar í fjölskylduráði.$line$Skýrslan var lögð fram á síðasta fundi ráðsins.$line$

   Lögð fram umsögn fjölskylduráðs.

  • 1201189 – Öldungaráð Hafnarfjarðar og Höfn, úrsögn

   Lagt fram til kynningar erindi Valgerðar Sigurðardóttur, dags. 8. jan. sl., þar sem hún segir sig úr stjórn Öldunarmiðstöðvarinnar Hafnar og úr Öldungaráði Hafnarfjarðar vegna flutnings úr bæjarfélaginu.

   Fjölskylduráð þakkar Valgerði vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

  • 1112138 – Jafnréttisstefna 2012-2014

   Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar fjölskylduráðs og fjölskylduþjónustu og ítrekaði jafnframt skil á jafnréttisskýrslu fyrir 2011 og starfsáætlun fyrir 2012.$line$Hrönn Hilmarsdóttir, jafnréttisfulltrúi fjölskyldusviðs, mætti til fundarins og kynnti$line$drög að jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar 2012-2014 og niðurstöðu jafnréttiskönnunar sem gerð var meðal starfsmanna í nóvember sl.$line$

   Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og tekur undir efnisatriði stefnunnar.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í des. 2011.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagt fram yfirlit um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  Fundargerðir

  • 1201011F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 146

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18. jan. sl.

   Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt