Fjölskylduráð

21. mars 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 221

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður

Auk þeirra sat fundinn Guðríður Guðmundsdóttir, lögmaður fjölskylduþjónustu.

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat fundinn Guðríður Guðmundsdóttir, lögmaður fjölskylduþjónustu.

 1. Almenn erindi

  • 1110181 – Notendaráð

   Hrönn Hilmarsdóttir mætti til fundarins og kynnti endanleg drög að verklagsreglum notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

   Fjölskylduráð samþykkir drögin og vísar þeim til umsagnar hjá tilnefningaraðilum.

  • 1202274 – Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar, endurskoðun

   Til fundarins mætti Anna Jörgensdóttir, lögmaður stjórnsýslu, og kynnti drög að nýju embættisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar.

   Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu þess til bæjarstjórnar.

  • 1203192 – Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

   Lagt fram erindi frá Í þínum sporum, sent í tölvupósti, þar sem vakin er athygli á undirskriftum á þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti.

   Fjölskylduráð fagnar fram kominni þjóðarsátt um baráttu gegn einelti. Ráðið hvetur íbúa Hafnarfjarðar eindregið til þess að skrifa undir sáttmálann á heimasíðunni www.gegneinelti.is og sýna þar með hug sinn í verki gagnvart því samfélagslega vandamáli sem einelti er.

  • 1203044 – Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd, RBF

   Lagt fram erindi frá RBF, dags. 28. feb. sl., þar sem óskað er eftir rekstraraðild og samstarfi um verkefni.

   Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við RBF.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í febrúar sl.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  Fundargerðir

  • 1203006F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 150

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14. mars. sl.

   Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt