Fjölskylduráð

16. maí 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 225

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
 • Axel Guðmundsson varamaður
 • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Kynning

  • 1009159 – Barnavernd

   Til fundarins mættu Kolbrún Oddbergsdóttir og Ólína Birgisdóttir frá Fjölskylduþjónustu og fóru yfir stöðu fóstur- og vistunarmála hjá barnavernd.

  • 1112036 – Heilsuferðaþjónusta, verkefni

   Steinunn Guðnadóttir mætti til fundarins og kynnti skýrsluna Heilsutengd ferðaþjónusta í Hafnarfirði, sem hún hefur unnið skv. samningi við Vinnumálastofnun og Hafnarfjarðarbæ. Verkefnið fólst í því að kanna með hvaða hætti íþróttabærinn Hafnarfjörður getur orðið leiðandi í heilsutengdri ferðaþjónustu með skýrslu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 2010 að leiðarljósi.

   Fjölskylduráð þakkar Steinunni fyrir góða samantekt og kynningu og er sammála um að efni skýrslunnar muni nýtast vel við stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar í ferðamálum.

  Almenn erindi

  • 1204432 – Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, kostnaðaráhrif

   Lagt fram til kynningar erindi Sambands ísl. sveitarfélaga, sent í tölvupósti 26. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélaga um kostnaðaráhrif sem þau telji að hljótist af nýjum kröfum, annars vegar um stærð og gerð íbúða skv. V. kafla búsetureglugerðar nr. 1054/2010 og hins vegar skv. ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með tilliti til húsnæðis fyrir fatlaða. $line$

  • 1205181 – Gaflarakaffi 15. maí 2012 - Mótun framtíðarstefnu í málefnum fatlaðs fólks

   Sviðsstjóri greindi frá nýafstöðnu Gaflarakaffi um málefni fatlaðs fólks.

   Fjölskylduráð lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst og þakkar þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd.

  Fundargerðir

  • 1205004F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 153

   Lögð fram til kynningar fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9. maí sl.

Ábendingagátt