Fjölskylduráð

13. júní 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 227

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir varamaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0801097 – Fatlaðir, málefni

      Hrönn Hilmarsdóttir mætti til fundarins og kynnti drög að stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks.$line$Ennfremur kynnt greinargerð mats- og inntökuteymis.

      Sviðsstjóra falið að svara erindi samráðshóps framkvæmdastjóra félagsþjónusta sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi endurskoðun erindisbréfs mats- og inntökuteymisins.

    • 1101401 – Notendastýrð persónuleg aðstoð

      Guðríður Guðmundsdóttir og Hrönn Hilmarsdóttir kynntu athugasemdir við leiðbeinandi reglur Velferðarráðuneytisins og drög að reglum Hafnarfjarðarbæjar um NPA.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum en leggur áherslu á að reglurnar verði til endurskoðunar þegar endanleg útgáfa að leiðbeinandi reglum verkefnastjórnar um NPA liggur fyrir.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli (tómstundamiðstöðvar)

      Geir Bjarnason mætti til fundarins.$line$Kynnt skýrsla starfshóps um framkvæmd starfsins sl. vetur.$line$Einnig kynnt niðurstaða þjónustukönnunar á frístundaheimilunum.

      Fjölskylduráð þakkar kynninguna og fagnar þeirri miklu og metnaðarfullu vinnu sem unnin hefur verið á vettvangi starfshópsins og í samþættingu og eflingu þjónustunnar á vettvangi heilsdagsskólans og félagsmiðstöðva.$line$$line$Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjölskylduráði lýsa yfir áhyggjum sínum af hvernig til hefur tekist með framkvæmd sameiningar heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva eins og þessi samantekt staðfestir.$line$$line$Geir Jónsson (sign)$line$Guðrún Jónsdóttir (sign)

    • 1006252 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Geir Bjarnason kynnti framkvæmdaáætlun í barnavernd í Hafnarfirði kjörtímabilið 2010-2014.

      Fjölskylduráð samþykkir framkvæmdaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar en leggur áherslu á að framkvæmdaáætlunin verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

    • 0805163 – Vinnuskólinn

      Geir Bjarnason gerði grein fyrir stöðu mála hjá Vinnuskólanum í byrjun sumars.

      Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og óskar eftir tillögum frá sviðinu um útfærslu fyrir árið 2013 með áherslu á atvinnutilboð fyrir 17 ára.

    • 0701270 – Aldraðir, málefni

      Formaður kynnti skýrslu starfshóps fjölskylduráðs um öldrunarmál.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu á grunni fyrirliggjandi samantektar og þeirra verkefna sem þar eru tilgreind.

    Almenn erindi

    • 1206131 – Húsnæðisbætur

      Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuhóps um húsnæðisbætur.$line$Hinn 2. sept. 2011 skipaði velferðarráðherra vinnuhóp um húsnæðisbætur sem hafði það að markmiði að vinna að jafnari húsnæðisstuðningi hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að heimili eigi val á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða.

    • 1205350 – Reglur um niðurgreiðslur æfingagjalda v/ tenginga við Nora-kerfið

      Lögð fram til kynningar ný drög að reglum vegna niðurgreiðslu æfingagjalda 6-16 ára

      Fjölskylduráð samþykkir reglurnar.

    • 1012279 – Fjárhagsleg samskipti bæjarins og íþróttahreyfingarinnar

      Lögð fram skýrsla starfshóps fjölskylduráðs.$line$Hanna Lára Gylfadóttir gerði grein fyrir vinnu starfshópsins, fundum sem starfshópurinn hefur haldið með öllum aðildarfélögum ÍBH og öðru formlegu samráði sem átt hefur sér stað við íþróttahreyfinguna í bænum vegna málsins.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu á grunni fyrirliggjandi skýrslu og þeirra tillagna sem þar koma fram.

    • 1206135 – Tillaga um fjölskyldumiðaða þjónustu við börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra

      “Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verði undirbúningshópur sem hefur það hlutverk að móta stefnu fjölskyldumiðaðrar þjónustu fyrir börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra. Fjölskyldumiðuð þjónusta skal hafa það að markmiði að einfalda boðleiðir og samþætta þjónustu þannig að foreldrar barna með sérþarfir hafi einn tengilið hjá bæjarfélaginu sem þeir geta leitað til með sín mál. Hlutverk tengiliðs yrði að sjá til þess að þjónusta sé veitt á öllum þjónustustigum, samþætta þjónustu og losa foreldra frá því að þurfa að hafa samband við marga aðila á mismunandi stöðum til að fá ásættanleg gæði og samfellu í þjónustu við barn sitt. Lagt er til að myndað verði þverfaglegt og þverþjónustulegt teymi í kring um hvert barn sem leiði til aukinna gæða í þjónustu fyrir barn og fjölskyldu þess. Slíkt fyrirkomulag hefði einnig í för með sér enn betri nýtingu á tíma allra aðila sem koma að þjónustu á þessu sviði. Unnin verði verkáætlun þar sem stýrihópur og framkvæmdaraðilar kæmu sér saman um ferli, útfærðu aðferðir og fyndu leiðir til að þjónustan yrði fjölskylduvæn og sæju til þess að gæðavinnubrögð festust í sessi.” $line$

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna að framkvæmd tillögunnar.

    Fundargerðir

    • 1205026F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 155

      Lögð fram til kynningar fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. júní sl.

Ábendingagátt