Fjölskylduráð

22. ágúst 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 228

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0808128 – Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, niðurstöður rannsókna

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason og kynnti niðurstöður nýlegrar rannsóknar um hagi og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk í Hafnarfirði 2012.$line$

    • 1208090 – Vinaskjól

      Til fundarins mætti Sóley Jónsdóttir þroskaþjálfi og kynnti starfsemina veturinn 2011-2012. $line$Vinaskjól er samstarfsverkefni Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs um lengda viðveru framhaldsskólanema 16-20 ára. $line$

    Almenn erindi

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð (notendaráð)

      Lagðar fram tilnefningar ÖBÍ og Þroskahjálpar í ráðgjafarráðið.

      Sviðsstjóra falið að boða til fyrsta fundar ráðgjafarráðsins.

    • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Lagðar fram tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sem kynntar voru bæjarstjórn þ. 6. júní sl.

      Fjallað um þá þætti í tillögunum sem heyra undir fjölskylduþjónustu.$line$Sviðsstjóra falið að skipuleggja fund með fulltrúum ungmennaráðs til að fylgja tillögunum eftir.

    • 1206124 – Fundargerðir, reglur um fylgiskjöl

      Lagðar fram reglur, um birtingu gagna með fundargerðum, sem samþykktar voru á fundi bæjarráðs 9. ágúst sl.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 12/2012.$line$Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 25/2012 þar sem ákvörðun Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar er staðfest.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í júlí sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði í júlí sl.

Ábendingagátt