Fjölskylduráð

19. september 2012 kl. 10:35

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 230

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir varamaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Til fundarins mættu Kristbjörg Víðisdóttir og Valgerður Fjölnisdóttir fulltrúar Ungmennaráðs Hafnarfjarðar til að fylgja eftir þeim tillögum Ungmennaráðs sem afhentar voru bæjarstjórn 6. júní sl. og heyra undir fjölskylduþjónustu.

      Kynning.

    • 1209176 – MeginMál ehf., ráðgjafafyrirtæki

      Til fundarins mættu Sigríður Kristjánsdóttir og Hrönn Harðardóttir og kynntu starfsemi fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í rekstri starfsstöðva/þjónustueininga fyrir fatlað fólk og aldraða.

      Kynning.

    • 1209028 – Haustbyrjun tómstundamiðstöðva.

      Til fundarins mætti Linda Leifsdóttir og gerði grein fyrir stöðunni í tómstundamiðstöðvum í haustbyrjun.

      Kynning.

    Almenn erindi

    • 0701270 – Aldraðir, málefni

      Sviðsstjóri og Kolbrún Oddbergsdóttir frá fjölskylduþjónustu gerðu grein fyrir stöðunni í málaflokknum og hvernig niðurstöðum úr skýrslu starfshóps fjölskylduráðs vegna öldrunarmála, frá 10. júní sl., hefur verið fylgt eftir.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þakka greinagóð svör sviðsstjóra, en lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð og orðagjálfur formanns ráðsins í aðdraganda þess að fá málið tekið á dagskrá. Í því samhengi hafna fulltrúar Sjálfstæðismanna alfarið þeirri túlkun formanns að leggja beri fyrirspurn af þessum toga fram á fundi sem og að fyrirspurnin sem hér um ræðir kalli á skýrslugerð af hendi starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. $line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG þakka Kolbrúnu Oddbergsdóttur deildarstjóra fjölskylduþjónustu fyrir greinargott yfirlit yfir þá vinnu sem fram hefur farið í kjölfar samantektar starfshóps um heildræna öldrunarþjónustu, sem lögð var fram í ráðinu nýverið. Fulltrúar Samfylkingar og VG lýsa aftur á móti yfir vonbrigðum sínum með framkomu fulltrúa Sjálftæðisflokksins í ráðinu og það virðingarleysi sem endurspeglast í kröfum þeirra um að starfsmenn svari fyrirspurnum þeirra án þess að þeim sé gefin eðlilegur tími til undirbúnings. Ósk viðkomandi fulltrúa um að gerð yrði grein fyrir stöðu þeirra verkefna sem unnið er að í tengslum við þjónustu við aldrað fólk barst sviðsstjóra og formanni ráðsins þann 13. september sl. Jákvætt svar við þeirri ósk var sent samdægurs, með þeim eðlilega fyrirvara að ef óskað væri eftir skriflegri skýrslu yrði það að byggja á mati viðkomandi starfsmanna hvort mögulegt væri að verða við þeirri ósk með svo skömmum fyrirvara. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um svör við því hvort óskað væri eftir skriflegri eða munnlegri skýrslu bárust engin skýr svör frá viðkomandi fulltrúa í ráðinu. Leit formaður því á að óskað væri eftir munnlegri skýrslu, sem og var kynnt hér í dag. Sú bókun sem hér er lögð fram er því óskiljanleg og engum til sóma. $line$ $line$$line$$line$

    • 1209174 – Heilbrigðisáætlun

      Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarráðuneytinu, sent í tölvupósti 11. sept. sl., þar sem óskað er umsagnar um drög að heilbrigðisáætlun þar sem birt er framtíðarsýn í heilbrigðismálum til ársins 2020.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1208099 – Áslandsskóli, tómstundamiðstöð (félagsmiðstöð/frístundaheimili)

      Lagt fram erindi skólastjóra Áslandsskóla, dags. 15. júní sl., varðandi rekstur tómstundamiðstöðvarinnar.$line$Einnig kynnt svarbréf sviðsstjóra fræðsluþjónustu og fjölskylduþjónustu.

      Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst í hæsta lagi óeðlilegt að hafa þurft að óska sérstaklega eftir að erindi frá skólastjóra Áslandsskóla varðandi málefni heildsdagsskóla/félagssmiðstöðvar skólans komi inn á borð ráðsins. Fulltrúar Sjálfstæðismanna vekja athygli á að bréfið er stílað á Fjölskylduráð, málefni heilsdagsskóla sem og félagssmiðstöðva heyra undir Fjölskylduráð , skv. Erindsbréfi Fjölskylduráðs, 6. gr og samþykkt Bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 7. Júlí 2011 6. gr þar sem segir? Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að sameina rekstur heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva í eina einingu í hverjum skóla, undir stjórn skrifstofu æskulýðsmála og fjölskylduþjónustu. Málefni og erindi af þessu tagi eiga því að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins undartekningarlaust að koma til umfjöllunar í Fjölskylduráði án þess að þurfi að óska sérstaklega eftir því. Einnig undrumst við að vinnuskýrsla sviðsins um þetta málefni frá því í vor sé ekiki kynnt öllum hagsmunaðilum. $line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað eftirfarandi; $line$Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er í öllum efnisatriðum röng. Það erindi sem vísað er til og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjölskylduráði óskaði eftir að yrði tekið á dagskrá fjölskylduráðs í dag var ritað af skólastjórnanda Áslandsskóla og er ekki stílað á fjölskylduráð, heldur tvo sviðsstjóra, þar með talið næsta yfirmann viðkomandi, sviðsstjóra fræðsluþjónustu. Sú fullyrðing að viðkomandi skólastjóri hafi sent fjölskylduráði umrætt erindi er því röng. $line$Erindi viðkomandi skólastjórnanda á fræðslusviði til síns yfirmanns og svar við sama erindi var lagt fram í fræðsluráði, sem samkvæmt samþykktum bæjarins fer með fræðslumál í sveitarfélaginu. Er svar við erindi viðkomandi skólastjórnanda sem hér er lagt fram að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu í samræmi við samhljóða ákvörðun bæjarráðs frá 7. júlí 2011. $line$Sú vinnuskýrsla sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til og lýsa undrun sinni með að hafi ekki verið dreift opinberlega, kynnti starfandi deildarstjóri æskulýðsmála ráðinu á fundi þess þann 13. júní sl. með þeim skýra fyrirvara að um væri að ræða vinnugögn sem innihéldu m.a. niðurstöður viðtala við starfsmenn einstakra starfsstöðva, þau væru því sérstaklega merkt sem vinnugögn og hugsuð sem slík en ekki til frekari dreifingar.$line$

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Á fundi sínum 9. ágúst sl. vísaði menningar- og ferðamálanefnd drögum að nýrri ferðamálastefnu til umsagnar fjölskylduráðs. Umsögn skal skila fyrir 1. okt. nk.

      Lagt fram.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í ágúst sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur yfir atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1209002F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 157

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10. sept. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt