Fjölskylduráð

3. október 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 231

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
 • Kristín G Gunnbjörnsdóttir varamaður

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Kynning

  • 1206124 – Fundargerðir, reglur um fylgiskjöl

   Til fundarins mætti Jóna Ósk Guðjónsdóttir verkefnisstjóri og gerði grein fyrir framkvæmd á nýjum reglum vegna birtingar fylgiskjala með fundargerðum á heimasíðu bæjarins.

  • 1210001 – Ráð og nefndir, málsmeðferð og verklagsreglur

   Til fundarins mættu Anna Jörgensdóttir og Guðríður Guðmundsdóttir.$line$

   Vísað til bæjarráðs að yfirfara reglurnar.

  Almenn erindi

  • 1209411 – Innflytjendur, 64. mál til umsagnar

   Frumvarp til laga um málefni innflytjenda lagt fram til umsagnar.

   Vísað til sviðsstjóra.

  • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

   Menningar- og ferðamálanefnd hefur óskað eftir umsögn fjölskylduráðs um drög að stefnumótun nefndarinnar í ferðamálum. Drögin voru lögð fram á síðasta fundi fjölskylduráðs.

   Fjölskylduráð tekur undir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar svohljóðandi:$line$”Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir nauðsyn á auknu samstarfi um móttöku ferðamanna til bæjarins.$line$Lögð er áhersla á mikilvægi íþróttafélaganna og íþróttaaðstöðunnar í því sambandi. Sérstaklega bent á íþróttaútivistarsvæði og mikilvægi vatnsins í Hafnarfirði og glæsilegra sundstaða fyrir alla.”

  Fundargerðir

  • 1209014F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 158

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 24. sept. sl.

   Lögð fram til kynningar.

Ábendingagátt