Fjölskylduráð

31. október 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 234

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður

Ritari

 • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
 1. Kynning

  • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

   Til fundarins mættu fulltrúar Öldungaráðs Hafnarfjarðar. Rætt m.a. um fjárhagsáætlunargerð 2013.

   Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Öldungaráðs Hafnarfjarðar fyrir komuna.

  • 1101401 – Notendastýrð persónuleg aðstoð

   Hrönn Hilmarsdóttir og Ásrún Jónsdóttir frá fjölskyldusviði mættu til fundarins og gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins.

   Fjölskylduráð þakkar Hrönn og Ásrúnu fyrir kynninguna.

  • 0701243 – Málskot

   Lagðar fram niðurstöður málskotsnefndar í málum$line$ nr. 13/2012 og 14/2012.

   Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

  • 1204336 – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðar. Endurskoðuð 2012-2014

   Lögð fram fjölskyldustefna Hafnarfjarðar 2012-2014.$line$Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi mætti til fundarins og kynnti stefnuna ásamt Hauki Haraldssyni frá fjölskyldusviði og Eiríki Þorvarðarsyni frá fræðslusviði.

   Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að skipa framkvæmdahóp til að fylgja eftir verkefninu.$line$Fjölskylduráð samþykkir endurskoðun fjölskyldustefnunnar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1208427 – Fatlaðir, búsetumál

   Minnisblað um uppbyggingu húsnæðis vegna búsetuþjónustu við fatlað fólk. Kynnt í bæjarráði 18.okt. sl.

   Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

  Almenn erindi

  • BR010835 – Landssamtökin Þroskahjálp - ályktanir

   Lagðar fram ályktanir fulltrúafundar Þroskahjálpar sem haldinn var í Stykkishólmi 12.-14. okt. sl.

  Fundargerðir

  • 1210014F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 160

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22.okt. sl.

Ábendingagátt