Fjölskylduráð

14. nóvember 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 235

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
  1. Kynning

    • 1101401 – Notendastýrð persónuleg aðstoð

      Reglur um notendstýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði.$line$Hrönn Hilmarsdóttir fjölskyldusviði mætti til fundarins og kynnti reglurnar.

      Lagt fram.

    • 1204432 – Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014.

      Lögð fram þingáslyktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.$line$Hrönn Hilmarsdóttir fjölskylduþjónustu fór yfir framkvæmdaáætlunina.

      Lagt fram.

    • 1211099 – Einstaklingsmál á dagskrá, Minnisblað

      Heimild sveitarstjórnarmanna til þess að fá einstaklingsmál tekin á dagskrá fundar í fastanefnd sveitarfélags.$line$Anna Jörgensdóttir lögmaður mætti til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1009370 – Fjárhagsstaða fjölskyldusviðs

      Atli Þórsson rekstrarstjóri fjölskylduþjónustu mætti til fundarins og gerði grein fyrir fjárhagsstöðu fjölskyldusviðs í lok september.

    • 1210393 – Betra líf, átak

      Lagt fram bréf frá Gunnar Smára Egilssyni formanni SÁÁ dags. 4.okt. sl. þar sem leitað er eftir stuðningi sveitarstjórnar við átakið Betra Líf,bæði í orði og borði.

      Lagt fram.

    • 1211098 – Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk, leiðbeinandi reglur

      Lagt fram bréf frá Blindrafélaginu dags. 15.okt.sl.$line$um leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

      Lagt fram.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Lögð fram drög að umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð en umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir umsögn um hana á fundi sínum þann 5. september sl.

      Lagt fram. Fjölskylduráð óskar eftir að þær áherslur sem fram koma í stefnunni verði hafðar að leiðarljósi í starfsemi Vinnuskólans og tómstundamiðstöðva.

    • 1211149 – Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

      Lagður fram tölvupóstur Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 13. nóvember 2012 þar sem vakin er athygli á því að 18. nóvember nk. er alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa.

      Lagt fram.

Ábendingagátt