Fjölskylduráð

23. janúar 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 240

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Almenn erindi

    • 0702245 – Sérstakar húsaleigubætur

      Atli Þórsson, Soffía Ólafsdóttir og Tinna Dahl Christiansen mættu til fundarins.

      Tillaga um breytingu á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur:$line$15. og 16. gr. reglnanna orðist svo:$line$$line$15. gr.$line$Heimilt er að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra leigjenda í Hafnarfirði sem búa við mjög efiðar fjárhagslegar aðstæður. Tekjumörk miðast við að meðaltekjur nemi, miðað við heilt ár, eigi hærri fjárhæð en 2.863.585.- kr. fyrir einstakling og 479.378.- kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunarmörk hjóna/sambúðarfólks/einstaklinga í staðfestri samvist skulu vera 4.010.032.- kr. $line$$line$16. gr.$line$Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig: Frá 1. janúar 2013 til 31. júní 2013 er margfeldisstuðull vegna húsaleigubóta 1,5. Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur nemi þó aldrei hærri fjárhæð en samtals 71.700.- kr. Frá 1. júlí 2013 til 31. desember 2013 er margfeldisstuðull vegna húsaleigubóta 1,4. Samanlagðar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur nemi þó aldrei hærri fjárhæð en 74.000.- kr. Leigutaki greiði að lágmarki 45.944.-kr. í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum. $line$$line$$line$$line$Núgildandi reglur:$line$15. gr.$line$Heimilt er að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem metnir eru með 6-10 stig á biðlista (og/eða 5 stig vegna fjárhags) eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ skv. matslista Félagsþjónustunnar og sannanlega eru leigjendur á hinum almenna leigumarkaði.$line$$line$16. gr.$line$Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig að fyrir hverjar 1.000.- kr. fær leigjandi 1.600.- kr. í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 70.000.- kr. og aldrei farið yfir 75% af leigufjárhæð. Leigutaki greiði þó að lágmarki 40.000.-kr. í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum. Upphæðin breytist 1. janúar ár hvert miðað við neysluvísitölu.$line$Umsækjandi um félagslegt leiguhúsnæði fellur ekki af biðlista þrátt fyrir greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Að öðru leyti gilda sömu viðmið og við úthlutun leiguíbúða.$line$$line$Vísað til bæjarstjórnar.

    • 1212081 – Hagræðing í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar - tillaga úr bæjarstjórn

      Lagt fram.

    • 1301521 – Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2012

      Á fundinum var lögð fram til kynningar skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2012, gefin út af Sambandi ísl. sveitarfélaga.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í des. sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    • 1301084 – Aðrar fundargerðir

      Lögð fram til kynningar fundargerð ráðgjafarráðs nr. 1 2013.

    Fundargerðir

    • 1301005F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 164

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14. jan. sl.

Ábendingagátt