Fjölskylduráð

20. febrúar 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 242

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Guðrún Jónsdóttir varamaður

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Kynning

  • 1211298 – Liðsstyrkur (Vinna og virkni)

   Til fundarins mætti Guðjón Árnason frá Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

  Almenn erindi

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í jan. 2013.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  • 1302215 – Ákvörðun skv. stefnumótun FAAS um að draga sig út úr stofnanarekstri

   Lagt fram eindi FAAS, dags. 13. feb. sl. þar sem m.a. er kynnt sú samþykkt stjórnar FAAS að draga sig út úr rekstri dagþjálfana fyrir fólk með heilabilun.

   Fjölskylduráð leggur áherslu á að sú mikilvæga þjónusta sem FAAS sinnir með stuðningi sveitarfélagsins í Drafnarhúsi verði tryggð áfram. $line$Felur ráðið sviðsstjóra að fylgja málinu eftir og hefja viðræður við velferðarráðuneytið og forsvarsmenn FAAS um framtíð dagþjónustunnar.

  • 1302217 – Skálatúnsheimilið, húsnæði á lóð

   Lagt fram erindi frá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, dags. 7. feb. sl., þar sem leitað er svara við hvort Hafnarfjarðarbær hefði hug á að nýta rými í skammtímavistun sem mögulega yrði komið á stofn og starfrækt á þess vegum.

   Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna málið frekar.

  • 1301188 – Velferðarráðuneytið, viðræður

   Lagt fram minnisblað sviðsstjóra varðandi dagdvöl fyrir aldraða.

   Fjölskylduráð samþykkir að óskað verði eftir leyfi til velferðarráðherra um rekstur dagdvalar sbr. 2. gr. reglugerðar um dagvist aldraðra nr. 45/1990.

  • 1301635 – Sólvangur, ályktun

   Bæjarráð vísaði til fjölskylduráðs ályktun frá fundi aðstandenda heimilisfólks á Sólvangi sem haldinn var 23. jan. sl. varðandi framtíð Sólvangs.

  • 1302057 – Sólvangur, vettvangsferð fjölskylduráðs

   (kl. 9.30)

  Fundargerðir

  • 1302003F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 166

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. feb. sl.

Ábendingagátt