Fjölskylduráð

30. apríl 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 247

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
 1. Kynning

  • 1304482 – Vímuefnaneysla nemenda í 8. - 10. bekk árið 2013

   Rannsókn um vímuefnanotkun ungs fólks í Hafnarfirði.$line$Geir Bjarnason kynnir niðurstöður.

   Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna.

  • 1304507 – Skólagarður, tillaga að nýjum garði.

   Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fór yfir málið.

   Fjölskylduráð beinir því til Vinnuskólans að unnið verði að undirbúningi nýs skólagarðs á Völlum í sumar þannig að það verði hægt að taka hann til notkunar sumarið 2014

  • 1304511 – Barnaverndarmál, upplýsingar um stöðu málaflokksins

   Ólína Birgisdóttir Félagsþjónustu mætir til fundarins.

  • 1208427 – Fatlaðir, búsetumál

   Hrönn Hilmarsdóttir mætir til fundarins. Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði

   Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarráðs.

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur

   Lögð fram fundargerð 3.fundar

  Fundargerðir

  • 0706339 – Öldungaráð Hafnarfjarðar, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð 28.stjórnarfundar Öldungaráðs

Ábendingagátt