Fjölskylduráð

15. maí 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 248

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Almenn erindi

    • 1304045 – Sólvangur, dagdvöl

      Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 2. maí sl., þar sem fram kemur að velferðarráðherra hefur ákveðið að veita Hafnarfjarðarbæ heimild til reksturs 8 dagdvalarrýma á Sólvangi frá 15. maí nk.

      Fjölskylduráð fagnar þessum áfanga sem er skref í þá átt að mæta þeirri þörf sem er til staðar fyrir aukna dagþjónustu í Hafnarfirði.

    • 1305122 – Reglur um félagsþjónustu Hafnarfjarðar, endurskoðun

      Lagðar fram til kynningar núgildandi reglur sem þarfnast endurskoðunar.

      Fjölskylduráð samþykkir að hefja endurskoðun reglnanna og felur málskotsnefnd að vinna að undirbúningi þess.

    • 1009370 – Fjárhagsyfirlit fjölskyldusviðs

      Lagt fram til kynningar fjárhagsyfirlit fjölskyldusviðs fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins.

    • 1202015 – Fjölskylduþjónusta, tölulegar upplýsingar um málaflokka

      Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar fjölskylduþjónustu fyrir fjóra fyrstu mánuði ársins.

    Fundargerðir

    • 1304028F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 171

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. maí sl.

Ábendingagátt