Fjölskylduráð

29. maí 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 249

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
 • Kristín G Gunnbjörnsdóttir varamaður

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Kynning

  • 1305180 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar 2013

   Til fundarins mætti framkvæmdastjóri ÍBH og fór m.a. yfir þinggerð 48. fundar ÍBH.

  • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

   Soffía Ólafsdóttir og Steinunn Gísladóttir mættu til fundarins og kynntu ferla, umfang, biðlista o.fl. varðandi félagslega húsnæðiskerfið.

  • 1305181 – Frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir

   Geir Bjarnason mætti til fundarins og kynnti fyrirhuguð frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 10-15 ára.

   Fjölskylduráð tekur jákvætt í tillöguna og felur starfandi æskulýðsfulltrúa að vinna að undirbúningi verkefnisins fyrir næsta haust.

  • 1301368 – Sumarráðningar starfsmanna ÍTH 2013

   Geir Bjarnason kynnti stöðuna.

  Almenn erindi

  • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

   Lögð fram drög að samstarfssamningi Brettafélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar.

   Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundanefnd að vinna áfram að málinu.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 12 og 13/2013.

   Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Kynnt skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í apríl 2013.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Kynntar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  Fundargerðir

  • 1305011F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 172

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. maí sl.

Ábendingagátt