Fjölskylduráð

12. júní 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 250

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
 1. Almenn erindi

  • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

   Til fundarins mætti Guðmundur Ragnar Ólafsson og kynnti forval vegna sameiginlegs útboðs á akstri fyrir fatlað fólk og sameiginlegar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.$line$

   Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.

  • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

   Á síðasta fundi fjölskylduráðs var samningsdrögum vísað til íþrótta- og tómstundanefndar. Nefndin samþykkti drögin fyrir sitt leyti.

   Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar.

  • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

   Til fundarins mætti Geir Bjarnason, starfandi æskulýðsfulltrúi.$line$Farið yfir þær tillögur ungmennaráðs til bæjarstjórnar sem heyra undir fjölskylduráð.

   Fjölskylduráð fagnar þeirri góðu vinnu sem Ungmennaráð hefur staðið fyrir og afrakstri ungmennaþings. $line$Fjölskylduráð tekur jákvætt í hugmynd Ungmennaráðs um almenningsgarð fyrir ungt fólk og felur skrifstofu æskulýðsmála að fylgja henni eftir og kanna grundvöll þess að hefja verkefnið í sumar.$line$Fjölskylduráð beinir því jafnframt til umhverfis og framkvæmda að yfirfara körfuboltaaðstöðu á almenningssvæðum og ráðast í lagfæringar og endurnýjun þar sem þess er þörf.$line$Öðrum tillögum sem snerta málaflokka sviðsins er vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

   Lagðar fram til kynningar fundargerðir verkefnastjórnar; nr. 4, 5 og 6.

  • 0701243 – Málskot

   Kynnt niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 14, 15 og 16/2013.

   Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

  • 1301084 – Aðrar fundargerðir

   Kynnt skýrsla formanns öldungaráðs og dagskrá fundar fulltrúaráðs frá 15.5.2013.

  Fundargerðir

  • 1305025F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 173

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 3. júní sl.

  Kynning

  • 0805163 – Vinnuskólinn

   Fjölskylduráð fer í vettvangsferð í Vinnuskólann.

Ábendingagátt