Fjölskylduráð

11. september 2013 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 253

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Kynning

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Hólmfríður Sveinsdóttir frá Innanríkisráðuneytinu og Þorsteinn Gunnarsson frá Útlendingastofnun mættu til fundarins og kynntu fyrirhugað átak ráðuneytisins í búsetu- og stjórnsýslumálum hælisleitenda en liður í átakinu er að leita eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur.

      Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 11023021 – Tómstundamiðstöðvar (félagsmiðstöðvar og frístundaheimili)

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason og kynnti stöðuna, þ.á.m. breytingar á verðskrá frístundaheimila og væntanlega úttekt á starfsemi frístundaheimila/félagsmiðstöðva.

    • 1206135 – Fjölskyldumiðuð þjónusta við börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra

      Til fundarins mætti Ólína Birgisdóttir frá Fjölskylduþjónustu og gerði grein fyrir stöðu málsins.

    Almenn erindi

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar verkefnastjórnar.

    Fundargerðir

    • 1308018F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 175

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. sept. sl.

Ábendingagátt