Fjölskylduráð

23. október 2013 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 256

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

 1. Kynning

  • 1309219 – Tímaúthlutun ÍBH.

   Til fundarins mætti Elísabet Ólafsdóttir frá ÍBH og gerði grein fyrir reglum ÍBH varðandi tímaúthlutun til íþróttafélaga.

  • 1201556 – Atvinnuátaksverkefni

   Til fundarins mætti Laufey Brá Jónsdóttir og fór yfir helstu atriði skýrslu nýsköpunarsjóðsnema um Atvinnutorgin; “Rannsókn á afdrifum og viðhorfum ungmenna sem fengið hafa þjónustu Atvinnutorga” og svaraði spurningum.

   Fjölskylduráð þakkar kynninguna.

  • 1310315 – Fjölskylduþjónusta, skipulagsbreytingar

   Sviðsstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á Fjölskylduþjónustu og lagði fram minnisblað.

   Fjölskylduráð samþykkir að Geir Bjarnason taki við starfi æskulýðs- og forvarnarfulltrúa með 5 samhljóða atkvæðum.

  Almenn erindi

  • 10021775 – Deiglan, atvinnu- og þróunarsetur

   Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra Deiglunnar; stöðuyfirlit 1.1.-30.9.2013

   Fjölskylduráð felur æskulýðs- og forvarnarfulltrúa að ræða við Rauða krossinn vegna reksturs Deiglunnar árið 2014.$line$Dregið hefur úr aðsókn að úrræðinu og þarfnast það því endurskoðunar.

  • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

   Lagt fram minnisblað frá Fjölskylduþjónustu.

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

   Lagðar fram til kynningar fundargerðir verkefnastjórnar nr. 12, 13 og 14.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í sept. sl.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  Fundargerðir

  • 1310005F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 178

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14. okt. sl.

Ábendingagátt